Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Side 172

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Side 172
HEILLANDI GLÍMA óendanlega margir frumtalnatvíburar (þ.e. tvær oddatölur í röð sem báðar eru frumtölur)?" „Eru allar tölur af gerðinni n2 + n + 17, þar sem n er náttúrleg tala, frumtölur?" (Sbr. 22 + 2 + 17 = 23). „Ef n er náttúrleg tala stærri en 1 hlýtur þá að vera til frumtala á milli n og 2«?" (T.d. á milli 100.000 og 200.000.) Paul Erdös var eins og áður sagði eitt þeirra bama sem veltu fyrir sér spurningum líkum þessum í uppvextinum. Sum börn hafa sannanlega náð slíkum árangri að þeim hefur verið líkt við undraböm á sviði sígildrar talnafræði og fer ekki á milli mála að í þeim hópi ber mikið á hinum unga Erdös. Á alþjóðaráðstefnu um algebrukennslu, sem haldin var í Bandaríkjunum árið 1970, hélt Paul Erdös sjálfur erindi sem hann nefndi Undrabörn og sagði þar stuttlega frá sjálfum sér ungum og hugleiðingum sínum um tölur. Síðan talaði hann um önnur undraböm á sviði talnafræðinnar, sem hann hafði kynnst sem fulltíða maður, og útskýrði tiltekin viðfangsefni þeirra og úrlausnir. Þessi fyrirlestur, sem birtist í fagriti ráðstefnuimar, er hinn fróðlegasti og aðdáun Erdös og umhyggja fyrir stærðfræðingunum ungu skín í gegn.2 En fæst undraböm á sviði sígildrar talnafræði reynast, af einhverjum ástæðum, leggja greinina fyrir sig þegar fram í sækir eins og Hoffman bendir réttilega á í bók sirtni (48). Haldi þau stærðfræðiáhuganum fram á fullorðinsár snúa þau sér venjulega að öðrum greinum stærðfræðinnar þar sem yfirleitt reynir á mikla tæknilega sérþekkingu. Sem betur fer gilti þetta ekki um Paul Erdös. Hann hélt tryggð við talnafræðina alla sína ævi. Tæknileg sérþekking og mikið táknmál einkennir nánast öll svið stærðfræðinn- ar nú á dögum og gerir það að verkum að hún er eins og lokuð bók fyrir aðra en innvígða. Strax í framhaldsskóla getur reynt töluvert á þessa þætti og því miður gera of fáir nemendur sér grein fyrir því að þeir lærast auðvitað með tímanum sé vinna í þá lögð. Alltof oft heyrast upphrópanir á borð við: „Ég hef sko aldrei skilið neitt í þessu!" þegar talið berst að stærðfræði og það frá annars ágætum náms- mönnum. Kennaranemar eiga það til að segja: „Ég hef aldrei getað neitt í stærð- fræði og ég ætla aldrei að kenna hana." Því miður hafa sennilega ekki margir sem ljúka stúdentsprófi kynnst stærðfræði í skólanum á þann hátt að þeir hafi orðið snortnir af fegurð greinarinnar. Og þættir á borð við sígilda rúmfræði, sem oft er kennd við áðurnefndan Evklíð og er ein af perlum stærðfræðinnar, eru orðnir æði rýrir í námsefni framhaldsskóla víða um lönd. Sögu stærðfræðinnar eru lítil skil gerð og nánast engin hérlendis. Á þeim alltof stutta tíma sem er helgaður stærð- fræði í almennu kennaranámi hér á landi er sáralítið svigrúm til að boða fagnaðar- erindið, svo spurningin hlýtur að vakna: Hver á að kveikja raunverulegan neista stærðfræðinnar í brjósti nemenda og hver getur það? Bók Pauls Hoffman, The man who loved only numbers, sem hér er til umfjöllunar getur verið lóð á vogarskál stærðfræðinnar. Á hún fullt erindi við kennara, foreldra og alla sem láta sig stærðfræðinám bama og unglinga varða og getur aukið þeim ásmegin við að tala máli greinarinnar og glæða áhuga nemenda. í bókinni fjallar Hoffman um Paul Erdös á eftirminnilegan hátt en tekst jafnframt að varpa skýru ljósi á ýmis þeirra fræðilegu viðfangsefna sem hann glímdi við á langri og ótrúlega afkastamikilli starfsævi. 2 The teaching of Algebra at the Pre-College Level. Proccedings of the Third CSMP International Conference. Peter Braunfeld og W.E. Deskins (ritstj.). Útg. CEMREL, Inc., St. Louis, USA, 1975. Ath. CSMP táknar Comprehensive School Mathematics Program. CSMP nýtur stuðnings Bandaríkjastjómar. 170
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.