Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Side 10
8
Ýmsir góðir gestir hafa heimsótt háskóla vorn á þessu
ári. Er þar fyrst að nefna sænsku konungshjónin, er hingað
komu hinn 13. júlí. Var tekið á móti þeim ásamt forseta vor-
um og forsetafrú og öðru fylgdarliði, í hátíðasal háskólans,
að viðstöddum kennurum skólans og boðsgestum. Við það tæki-
færi flutti háskólarektor stutt ávarp, en skáldið Halldór Kiljan
Laxness flutti ræðu. Kór söng undir stjórn dr. Páls ísólfssonar.
Hinn 12. ágúst heimsótti forseti Finnlands, Kekkonen og frú
hans, háskólann ásamt íslenzku forsetahjónunum og fylgdar-
liði. Þar flutti rektor stutta ræðu, en skáldið Davíð Stefáns-
son frá Fagraskógi flutti kvæði. Kór söng undir stjórn dr.
Páls ísólfssonar. Verður nánar skýrt frá þessum virðulegu
heimsóknum í Árbók háskólans.
Á þessu ári var samningur gerður milli British Council og
Háskóla Islands á þann veg, að British Council útvegaði brezk-
an prófessor eftir óskum háskólans til fyrirlestrahalds hér,
en hins vegar færi prófessor héðan til fyrirlestrahalds við há-
skóla í Bretlandi samkvæmt tilbendingu og ósk brezkra há-
skóla. Að þessu sinni fór prófessor Einar Ól. Sveinsson til
Englands í boði brezkra háskóla á vegum British Council, en
hingað kom að ósk læknadeildarinnar og á vegum Háskóla
Islands dr. Franklin frá London og hélt fyrirlestra í lækna-
deildinni. Þá var að milligöngu menntamálaráðuneytisins samn-
ingur gerður við stjórn Evrópuráðsins um að hingað kæmi
þrír prófessorar til fyrirlestrahalds. Skyldi Evrópuráðið kosta
för þeirra hingað og heim aftur, en háskólinn annast kostnað
af dvöl þeirra hér. Á vegum Evrópuráðsins komu hingað sam-
kvæmt samningi þessum dr. A. Bouman frá Leiden í boði
heimspekideildar, dr. Schultze frá Aachen í boði verkfræði-
deildar og dr. Hal Koch frá Kaupmannahöfn í boði guð-
fræðideildar. Allir þessir menn hafa flutt hér fyrirlestra,
og er háskólinn þakklátur fyrir þá aðstoð, sem hann hef-
ir hér fengið til þess að fá hingað í heimsókn kunna vis-
indamenn. Af öðrum útlendum mönnum, sem heimsótt hafa
háskólann, má fyrst nefna rektor háskólans í Kaupmannahöfn,
dr. Erik Warburg, og dr. Jan Petersen frá Stavanger, sem