Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Qupperneq 15
13
Ég sný máli mínu til ykkar, nýstúdentar. Innan stuttrar
stundar mun ég afhenda ykkur háskólaborgarabréf ykkar. Há-
skólaborgarabréf og háskólaborgari eru mikilsháttar orð og
láta vel í eyra, en því miður er merking þeirra ekki að sama
skapi mikilvæg. Stundum er rætt um réttindi og skyldur borg-
aranna, þjóðfélagsþegnanna, og vissulega eru þetta ekki innan-
tóm orð. En því er verr að háskólinn hefir ekki mikil rétt-
indi að bjóða sínum þegnum umfram það sem gerist og geng-
ur. Fyrrum var þessu öðru vísi farið. Þá var hin milda móðir,
háskólinn, alma mater, sannarlegt skjól og skjöldur barna
sinna, friðarskjól í ruddafengnu og viðsjálu þegnfélagi. I þá
daga nutu stúdentar forréttinda. Nú á dögum fer lítið fyrir
slíku, nema ef telja skyldi, að yfirvöldum er skylt að tilkynna
háskólarektor þegar í stað, ef réttarrannsókn er hafin gegn
háskólastúdent fyrir háttsemi, er varðar við almenn hegningar-
lög, enda gert ráð fyrir að hann fylgist með gangi slíkra mála.
Réttindi háskólaborgarans eru nú á dögum í rauninni einvörð-
ungu fólgin í aðstöðu hans til þess að stunda nám sitt sam-
kvæmt þeim reglum, sem þar um eru réttar, og þeirra rétt-
inda hefir hann aflað sér sjálfur með því að ljúka aðgangs-
prófi sínu, stúdentsprófinu. En hvernig er þá um skyldurnar.
Hafa þær minnkað með sama hætti og réttindin? Engan veg-
inn er þessu svo farið. Ég held meira að segja, að þær hafi
þyngst til drjúgra muna síðustu hundrað árin eða svo. Mér
virðist þegar ég lít yfir IV. kafla háskólalaganna, að þar sé
um fátt annað talað. En þetta eru svo sem engin nýmæli. Undir
þessu lögmáli eða öðru því líku hafa margar kynslóðir stúdenta
þreytt menntaveg sinn gegnum háskólana. Hér er því í raun-
inni engu að kvíða, þó að þið innan stundar takið í hönd mína
til staðfestingar því, að þið viljið gangast undir þessar skyldur.
Háskólinn mun af sinni hálfu uppfylla sínar skyldur við ykk-
ur. Því getið þið örugglega treyst.
Ég gat þess áðan, að háskólarnir hefði eitt sinn verið stúdent-
um friðarskjól i ruddafengnu og viðsjálu þegnfélagi. Ætli
ástæðan til þess, að þetta breyttist sé ekki sú, að þegnfélögin
hafi breytzt, réttaröryggið aukizt, siðirnir fágazt. Ég býst ekki