Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Page 112
110
47. gr.
Próf í lyfjafræði lyfsala.
a. Prófgreinar og tilhögun prófs.
Prófum í lyf jafræði lyfsala er skipt í þrjá hluta, og eru prófgrein-
ar og gildi einkunna í hverri prófgrein sem hér segir:
Upphafspróf:
Skriflegt: Lyfjagerðarfræði: tvöföld einkunn, efnafræði (ólífræn
efni): tvöföld einkunn, verðlagning lyfja: einföld einkunn.
Munnlegt: Latína: einföld einkunn, lyfjalöggjöf: einföld einkunn.
Verklegt: Galensk lyfjagerð: tvöföld einkunn, lyfjagerð eftir lyf-
seðli: tvöföld einkunn.
Miöpróf:
Verklegt: Galensk lyfjagerð: tvöföld einkunn, lyfjagerð eftir lyf-
seðli: tvöföld einkunn.
Lokapróf (fyrra hluta próf):
Skriflegt: Efnafræði (lífræn efni): tvöföld einkunn, lyflýsinga-
fræði: einföld einkunn, grasafræði: einföld einkunn, rekstrarfræði
lyfjabúða: einföld einkunn.
Verklegt: Efnafræði: tvöföld einkunn, efnagreining og vörufræði:
einföld einkunn.
Áður en stúdent segir sig til upphafsprófs, skal hann leggja fram
vottorð frá kennurum um, að hann hafi sýnt viðhlítandi ástundun
við námið og lokið tilbúningi eigi færri en 15 galenskra samsetninga,
sem greindar eru á verkefnaskrá A.
Þá er stúdent segir sig til miðprófs, skal hann hafa staðizt upp-
hafspróf og lokið tilbúningi allra þeirra samsetninga, sem greindar
eru á verkefnaskrám A og B, og skilað dagbók og vinnustofubók, er
kennari og prófdómendur meta gilda.
Einkunn við próf í verklegri galenskri lyf jagerð skal miða að hálfu
við vinnustofudagbók og að hálfu við frammistöðu á prófinu sjálfu.
Á sama hátt skal miða einkunn fyrir lyfjagerð eftir lyfseðli að
hálfu við dagbók og að hálfu við frammistöðu á prófinu sjálfu.
Þegar stúdent segir sig til lokaprófs, skal hann hafa lokið mið-
prófi og leggja fram vottorð frá kennurum um, að hann hafi sýnt
viðhlítandi ástundun við námið og lokið eigi færri en 15 verklegum
æfingum í efnafræði.
Nú stenzt stúdent eigi upphafspróf eða lokapróf, og er honum þá
heimilt að þreyta próf aftur að ári liðnu, enda hafi hann haldið námi
áfram við háskólann a. m. k. eitt kennslumisseri, eftir að honum fat-
aðist prófið.