Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Blaðsíða 137
135
Eins og af ofantöldu má sjá, og stúdentar hafa vafalaust orðið varir
við, kom það mjög glögglega í ljós s. 1. vetur, að Lánasjóði stúdenta
er mjög fjár vant. Synja varð mörgum stúdentum um lán, setja varð
strangari reglur um lánveitingar úr sjóðnum og lánaflokkar lækkuðu
nokkuð.
Fjárveiting til Lánasjóðsins hefur verið óbreytt síðan árið 1956 eða
kr. 650.000,00. Þegar stúdentaráð það, er nú situr, tók til starfa s. 1.
haust, hafði fjárlagafrumvarp verið lagt fyrir Alþingi og skv. því
skyldi fjárveiting til sjóðsins fyrir árið 1958 vera óbreytt frá því er
verið hafði. Stúdentaráð hófst þá þegar handa, ritaði rökstudda
beiðni um hækkun til fjárveitingarnefndar Alþingis, hafði tal af ein-
stökum nefndarmönnum, leitaði stuðnings menntamálaráðherra o. s.
frv. Öllum óskum stúdenta var þó synjað og í fjárlögum fyrir árið
1958 var fjárveiting til Lánasjóðs stúdenta kr. 650.000,00. Afleiðing
þessa varð sú, sem að framan greinir og ljóst varð, að sjóðurinn
myndi tapa verulega gildi sínu, ef ekkert yrði að gert.
S. 1. vor hófst stúdentaráð því handa á ný. Fenginn var sérstakur
maður til að rannsaka nákvæmlega hag lánasjóðsins og semja um
hann ýtarlega greinargerð. Þessi maður var Þórir Einarsson, cand.
oecon. Hann lauk störfum seinni hluta sumars og skilaði mjög ýtar-
legri greinargerð og á henni hefur stúdentaráð byggt óskir sínar
um hækkun á framlagi til sjóðsins. Greinargerð þessi var því næst
send menntamálaráðuneytinu með ósk um að það beitti sér fyrir
hækkun á fjárveitingu til sjóðsins með tilliti til fjárlaga fyrir
árið 1959.
Þess skal getið, að stúdentaráð hefur haft fullt samráð við stjórn
lánasjóðsins og þegið ábendingar hennar um mörg atriði, enda eru
stjórnarmenn mjög áhugasamir um að knýja fram hækkun. Sér-
staklega hefur Sverrir Þorbjörnsson, hinn nýskipaði formaður sjóð-
stjórnar verið stúdentaráði hjálpsamur og mega stúdentar vænta sér
góðs af störfum hans við sjóðinn. Aðrir í stjórn lánasjóðsins eru:
Ármann Snævarr, prófessor,
dr. Júlíus Sigurjónsson, prófessor,
Grétar Haraldsson, stud. jur., og
Guðmundur Georgsson, stud. med.
Leiklistarlíf innan háskólans.
Oft hefur verið um það rætt, að mikið vantaði á félagslíf háskóla-
stúdenta, þar sem ekkert leiklistarlíf væri innan skólans. Leikstarf-
semi stúdenta myndi auka mjög fjölbreytni háskólalífsins. Að áliðn-
um vetri samþykkti stúdentaráð tillögu frá Magnúsi Þórðarsyni þess
efnis, að athugað yrði, hvort ekki væri mögulegt að hefja slíka