Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Síða 139

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1958, Síða 139
137 brautarfélög. Veita fartækjaeigendur stúdentum mjög ríflegan afslátt á vissum leiðum, en auk þess hafa samtökin gengizt fyrir ódýr- um hópferðum og skipulagt ferðalög til sumarskóla og sumarbúða stúdenta. Enn hefur ekki tekizt að fá veittan afslátt hjá íslenzkum aðilum, en ekki er loku fyrir það skotið, að svo verði, þótt of snemmt sé að fullyrða nokkuð um það atriði. Þá hefur ferðaþjónustan aflað sér réttinda hjá ISC-COSEC til þess að selja hér heima alþjóðleg stúdentaskírteini, en gegn framvísun þeirra njóta stúdentar alls konar fríðinda, svo sem réttar til að fá afslátt af fargjöldum, gista á stúdentaheimilum, snæða í stúdenta- mötuneytum o. s. frv. í þessum löndum: Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Skotlandi, Englandi, Vestur-Þýzkalandi, Póllandi, Hollandi, Belgíu, Luxemborg, Frakklandi, Spáni, Portúgal, Sviss, Italíu, Austur- ríki, Júgóslavíu, Grikklandi, Tyrklandi, ísrael, Möltu, Alsír, Kanarí- eyjum og Bandaríkjum Norður-Ameríku. Á annað hundrað íslenzkra stúdenta og annars skólafólks naut á einn eða annan hátt fyrirgreiðslu ferðaþjónustu stúdenta á síðasta starfstímabili. Var hún af ýmsu tagi. Margir þurftu á alls konar upplýsingum að halda erlendis frá, aðrir létu ferðaþjónustuna annast útvegun hótelherbergja etc., en langflestir ferðuðust að meira eða minna leyti á vegum S.S.T.S. Hópferðir voru skipulagðar í samvinnu við S.S.T.S., og ferðuðust t. d. Laugarvatnsstúdentar frá síðasta vori á vegum samtakanna. Samstarfið við S.S.T.S. var hið bezta, enda eiga samtökin fjölmennu og þjálfuðu starfsliði á að skipa. Þá barst ferðaþjónustunni fjöldinn allur af fyrirspurnum erlendis frá, og var reynt að greiða úr þeim eftir föngum. Starfsemi ferðaþjónustunnar hefur gefið hina beztu raun hingað til og sjálfsagt að efla hana. Brýnasta verkefnið er að reyna að fá innlenda aðila, og eru þá flugfélögin helzt höfð í huga, til þess að veita stúdentum nokkurn afslátt á fargjöldum til útlanda, einkum eftir hina gífurlegu farmiðahækkun í sumar, sem dró töluvert úr utanförum stúdenta. V. Heimsmeistaramót stúdenta í skák. V. heimsmeistaramót stúdenta í skák var haldið í Varna í Búlgaríu s. 1. sumar. Stúdentaráð ákvað að taka þátt í því móti. Var leitað til allmargra aðila um fjárhagslegan styrk til þátttökunnar og stuðluðu eftirtaldir aðilar að ferðalagi hinnar íslenzku skáksveitar: Mennta- málaráðuneytið lagði fram kr. 7.500,00, Reykjavíkurbær kr. 7.500,00, Háskólaráð kr. 5.000,00, blöð og útvarp kr. 6.000,00, Skáksamband íslands kr. 3.000,00 og Taflfélag Reykjavíkur kr. 1.500,00. 18
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.