Hugur - 01.01.1994, Síða 20
18
Wayne Norman
HUGUR
alheimsins. Eins og Rawls segir berum orðum sem honum er annars
ekki tamt: „Ekki er hægt að leiða réttlætishugmyndir af slíkum
sannindum“.10 Því má gera skóna að sá Rawls sem ræður ferð í
síðari ritsmíðum væri ekki eins ákveðinn um þetta og myndi vísast
halda því f'ram að okkur væri hollast að forðast leit að slíkum
sannindum sem grundvelli að réttlætingu vegna þess að, a) við
þurfum ekki á þeim að halda ef við getum náð samkomulagi eftir
hlutbundnari leiðum og b) vegna þess að vitum hversu vonlaust það
er að búast við víðtæku samkomulagi um slíkar frumspekilegar
forsendur.* 11 Mig grunar að flest okkar myndu ganga skrefi lengra
og halda því fram að c) það sé engin áreiðanleg aðferð til að skera
úr um djúpstæðar frumspekilegar deilur, og d) að það sé ekki
nokkur einasta ástæða til að halda að „ytri“ gildi og forskriftir sé
að finna í eðli alheimsins. Eins og Sir Isaiah Berlin sagði heldur
háðslega fyrir stuttu, þegar hann var að útskýra hvers vegna hann
hafnaði hugmyndum Strauss um fyrirfram réttlætingar:
Ég hygg að allt og sumt sem í veröldinni er að finna sé fólk og
hugmyndir í kollum þess — takmörk, tilfinningar, ótti, val, hug-
sjónir og öll önnur form mannlegrar reynslu. Þetta er nú allt og
sumt sem ég þekki til. ... Kannski er til einhver veröld eilífra
sanninda og gilda sem töfraauga hins sanna hugsuðar sér — en sé svo
þá hlýtur sú veröld að tilheyra hópi útvalinna sem ég óttast að mér
hafi aldrei hlotnast sú náð að tilheyra.
Vitaskuld eru fjölmargar aðrar samtímastefnur í siðfræði sem
vilja nálgast réttlætingar útfrá samræðu fremur en leitinni að
fyrirfram sannindum. Það sem greinir þá og fylgjendur aðferða-
fræði í anda Rawls að er einkum hugmynd þeirra um það gagnvart
hverjum manni ber að réttlæta kenningar sínar. En ef réttlæting
gengur út á það að fá andstæðing á sitt band, hversu öndverðum
andstæðingi þarf maður þá að snúa?
Rawls myndi segja að við þessari spurningu væri ekkert svar. Ef
„markmið stjórnmálaheimspekinnar fara eftir því samfélagi sem
hún tekur til,“ eins og hann heldur fram í seinni tíð, þá gildir
væntanlega það sama um innihald réttlætiskenninga og eðli þeirra
10 A Theory of Justice, s. 21.
11 Sjá Political Liberalism, s. 171 og 224.
12 Berlin, Conversation with Isaiali Berlin, ritstýrt af Ramin Jahanbegloo (New
York: Charles Scribner's Sons, 1991), s. 32.