Hugur - 01.01.1994, Síða 31
HUGUR
Aðferðafrœði í anda Rawls
29
er meginaðferðin, sem regla 6 lýsir, augljóslega í fullu gildi. Hún
skilgreinir og fínpússar „afsannanir með gagndæmi" sem sið-
fræðingar hafa notað allt frá dögum Sókratesar. Til að afsanna
kenningu, eða í það minnsta að vekja upp efasemdir um hana, þarf
ekki annað en að sýna fram á að hún stangist á við ígrundaða dóma
sem jafnvel þeir sem halda kenningunni fram munu ekki vilja hafna.
Með hugmyndinni um ígrundaða siðferðisdóma — sem er einungis
að hálfu leyti tæknilegt hugtak -— hafa þeir sem nota aðferðafræði
í anda Rawls slípað til aðferð Sókratesar. Með því er útskýrt
hverskonar gagndæmi og upphugsuð tilfelli eru sanngjörn próf
fyrir kenningar. Til dæmis þá er okkur fyrir bestu að forðast mjög
langsótt dæmi og erfið þar sem um er að ræða mjög djúpstæðan
ágreining milli lögmála; í slíkum tilfellum er ólíklegt að við
gætum fundið nægilega stöðuga innsæisdóma sem við myndum
deila með viðmælendum okkar.43
Hvers má vœnta afforskriftum stjórnmálakenninga?
Hvers er sanngjarnt að vænta af stjórnmálaheimspeki sem tekur
mið af aðferðafræði í anda Rawls? Líklega heldur minna en flesta
stjórnmálaheimspekinga hefur yfirleitt dreymt um. Sá sem af
sannfæringu fylgir aðferðafræði í anda Rawls verður að sýna
lítillæti gagnvarl mætti heimspekilegrar hugsunar til að leysa
grundvallarvandamál í siðfræði og stjórnmálum. Rawls bendir á
nokkrar uppsprettur þessa lítillætis þegar hann telur upp sex þætti
sem gera það að verkum að jafnvel sanngjarnt og upplýst fólk getur
verið ósammála um siðferðileg efni:44
1) Efnisatriði máls eru oft öndverð, flókin og erfitt getur verið
að afla upplýsinga um þau.
að kerfisbundnum skilning á ... brýnni vandamálum [svo sem borgaralegri
óhlýðni]. Við verðum að ininnsta kosti að gera ráð fyrir að ckki sé hægt að
öðlast dýpri skilning á annan máta og að eðli og takmörk fullkomlega réttláts
samfélags séu þáttur í réttlætiskenningunni". A Theory of Justice, s. 9.
43 Sjá Rawls, „Outline for a Decision Procedure for Ethics," s. 181-183 og A
Theory of Justice, s. 52.
44 Auk þessa eru auðvitað hversdagslegar ástæður fyrir því að ósanngjamt fólk
deilir hvert við annað, svo sem fáfræði, fordómar og blóðþorsti. Við skulum
þó gera ráð fyrir að einu áhugaverðu deilurnar milli heimspekinga séu deilur
sem þeir eiga við sanngjarnt fólk.