Hugur - 01.01.1994, Side 33
HUGUR
Aðferðafrœði í anda Rawls
31
Sjálfur hefur Rawls auðvitað ekki snúið baki við verkefninu og er
það eitt af mörgum atriðum sem greinir hann frá þeim sem ég hef
lýst sem fylgismönnum aðferðafræði í anda Rawlsý^ Þrátt fyrir
þetta er óhætt að halda því fram að nánast enginn trúi því að
honum hafi nokkurn tímann tekist að réttlæta réttlætishugmynd
sem fullnægir fyrra skilyrðinu um stofnanaprófið, hvað þá síðara
skilyrðinu um almennt samkomulag allra sanngjarnra manna. Svo
gróflega sé dregin saman í eitt atriði mjög yfirgripsmikil gagnrýni
má segja, að þrátt fyrir að Rawls trúi að rök hans fyrir réttlætis-
hugmynd sinni (og þá alveg sérstaklega fyrir réttlætislögmálunum
tveim og höfuðgæðum mannlífsins) ættu að sannfæra mikinn fjölda
pólitískra andstæðinga hans, þá gera þau það ekki vegna þess að á
nokkrum lykilstöðum „svindlar hann“ (óafvitandi, að sjálfsögðu).
Margir sanngjarnir andstæðingar Rawls myndu ekki fallast á til
dæmis grunnforsenduna fyrir rökfærslu hans í Kenningu um réttlœti
— það er þá ígrundaðu dóma sem afmarka skilyrðin í upphafs-
stöðunni. Meðal annars mótmæla þeir fjalldalareglunni um skyn-
semi sem rök Rawls reiða sig svo mjög á (hann myndi ekki geta
leitt mismunarlögmálið af upprunastöðunni án hennar), því sem
virðist vera ofuráhersla á einstaklinginn þegar frum- eða höfuðgæði
mannlífsins eru annars vegar, og loks mótmæla margir því hvernig
upprunastaðan útilokar þau atriði sem byggjast á því að réttlæti
felist í að fá það sem maður á skilið.48 Á síðari árum hefur Rawls
47 Það er efni í aðra ritgerð að gera þeirri spurningu full skil að hvaða marki
Rawls sjálfur fylgir aöferöafrœöi í anda Rawls. Slík ritgerð myndi gefa kost 4
áhugaverðu sjónarhorni í Rawls-fræðunum sem ekki hefur verið fjallað um sem
skyldi. Ástæðan er sú að líta má svo á að stór hluti af kjarnanum í
forskriftarkenningu Rawls — allt frá fyrstu ritgerð hans árið 1951, til
Kenningar um réltlœti og í þróun hugmyndarinnar um réttlæti sem sanngimi á
síðustu tveimur áratugum — sé knúinn áfram af áhyggjum um viðeigandi
aðferðafræði. Slík ritgerð myndi einnig gera okkur kleift að greina og meta
styrkleika og takmörk aðferðarinnar með því að athuga hvert hún leiddi þann
kenningasmið sem hefur verið sér hvað meðvitaðastur um að hann fylgdi henni
og að hvaða marki jafnvel hann varð að fara skreft lengra en aðferðin leyftr. Ég
geng þá út frá því að fylgni hans við Kant, stór hluti af hugmynd hans um
pólitíska frjálslyndisstefnu og um hlutverk stjórnmálaheimspeki í
lýðræðislegum samfélögum, gangi lengra en aðferðafræðin.
48 Áhrifaríkar útgáfur af þessari þríþættu gagnrýni má finna, í sömu röð, hjá:
David Gauthier, Morals By Agreement (Oxford: Oxford University Press,
1986) og Moral Dealing: Contract, Ethics and Reason ', Thomas Nagel, „Rawls