Hugur - 01.01.1994, Síða 58
56
Jóhann Páll Árnason
HUGUR
Durkheim beitti viðfangsefni sín. Þessi hugtakakjarni er þungamiðjan
í núverandi deilum innan félagsfræði. í grófum dráttum má greina
milli tvenns konar kenninga: annars vegar eru gagnrýnendurnir sem
vilja afbyggja viðtekna ímynd samfélagsins (sem kenning Durkheims
var vísir að, Parsons fullkomnaði og Merton ásamt mörgum öðrum
kom í nútímalegt horf); hins vegar eru þeir sem vilja byggja á því ný
kerfi í ljósi nýrrar þróunar og nýrra vandamála.
Gagnrýnendurnir — með Anthony Giddens og Alain Touraine í
broddi fylkingar — telja að hugmyndin um samfélag sé, þegar öllu er
á botninn hvolft, upphafið þjóðrfkishugtak. í grófum dráttum, þá telja
þeir að hugmyndin sé ofhlaðin, of margt hafi verið undir hana fellt og
hún birti afbakaða mynd af samfélaginu. Þessi samfélagsímynd sýnir
félagslegt líf sem afmarkaða og sjálfu sér næga einingu, vandlega
aðskilda frá öðrum slíkum einingum, þar sem þungamiðjan er viðmið
og gildi sem sameina og stýra sameiginlegum athöfnum. Áherslan á
að setja fram meginlögmál sem stjórna og stýra hinum einstöku
þáttum samfélagsins gefur fyrirfram til kynna að í þessum hug-
myndum sé höfuðáherslan á greiningu út frá hlutverki og orsaka-
tcngslum.
Þrátt fyrir að hvatinn að þessari gagnrýni sé ekki fyrst og fremst
áhyggjur vegna lýðræðisins og félagslegs umhverfis þess (þeir
höfundar sem hér um ræðir eru mjög uppteknir af viðfangsefnum eins
og baráttu, völdum og sköpunarkrafti, sem hingað til hafa annað hvort
verið á jaðri fræðilegrar umræðu eða mjög rangtúlkuð), þá er auðvelt
að benda á hverjar afleiðingar þessi samfélagsmynd hefur fyrir
lýðræðiskenningar. Áherslan á fyrirfram gefna, ákvarðaða og miðlæga
formgerð stangast á við þær túlkanir á lýðræði sem leggja áherslu á
sjálfsprottnar breytingar, skýra og opinbera baráttu og það hversu opið
og undirorpið breytingum lýðræðið er, en slíkum túlkunum hafa
Lefort og fleiri haldið á lofti. Lýðræðislegar stofnanir má fella inn í
viðteknar kenningar um nútíma samfélag, en þær eru þá oftar en ekki
grundvallaðar á hlutlægu samhengi (sem er túlkað meira eða minna
opinskátt í anda þróunarkenningarinnar) fremur en í sameiginlegri
uppgötvun eða sköpun. Ef við tengjum þetta sjónarhorn við viðfangs-
efni í stjórnmálafræði, þá má segja að hið viðtekna samfélagshugtak
sé skyldara stjórnarskrárhugsuninni, en öðrum róttækari hugmyndum
um lýðræði. Og innan tilvísunarramma sem reiðir sig á hlutverka-