Hugur - 01.01.1994, Qupperneq 58

Hugur - 01.01.1994, Qupperneq 58
56 Jóhann Páll Árnason HUGUR Durkheim beitti viðfangsefni sín. Þessi hugtakakjarni er þungamiðjan í núverandi deilum innan félagsfræði. í grófum dráttum má greina milli tvenns konar kenninga: annars vegar eru gagnrýnendurnir sem vilja afbyggja viðtekna ímynd samfélagsins (sem kenning Durkheims var vísir að, Parsons fullkomnaði og Merton ásamt mörgum öðrum kom í nútímalegt horf); hins vegar eru þeir sem vilja byggja á því ný kerfi í ljósi nýrrar þróunar og nýrra vandamála. Gagnrýnendurnir — með Anthony Giddens og Alain Touraine í broddi fylkingar — telja að hugmyndin um samfélag sé, þegar öllu er á botninn hvolft, upphafið þjóðrfkishugtak. í grófum dráttum, þá telja þeir að hugmyndin sé ofhlaðin, of margt hafi verið undir hana fellt og hún birti afbakaða mynd af samfélaginu. Þessi samfélagsímynd sýnir félagslegt líf sem afmarkaða og sjálfu sér næga einingu, vandlega aðskilda frá öðrum slíkum einingum, þar sem þungamiðjan er viðmið og gildi sem sameina og stýra sameiginlegum athöfnum. Áherslan á að setja fram meginlögmál sem stjórna og stýra hinum einstöku þáttum samfélagsins gefur fyrirfram til kynna að í þessum hug- myndum sé höfuðáherslan á greiningu út frá hlutverki og orsaka- tcngslum. Þrátt fyrir að hvatinn að þessari gagnrýni sé ekki fyrst og fremst áhyggjur vegna lýðræðisins og félagslegs umhverfis þess (þeir höfundar sem hér um ræðir eru mjög uppteknir af viðfangsefnum eins og baráttu, völdum og sköpunarkrafti, sem hingað til hafa annað hvort verið á jaðri fræðilegrar umræðu eða mjög rangtúlkuð), þá er auðvelt að benda á hverjar afleiðingar þessi samfélagsmynd hefur fyrir lýðræðiskenningar. Áherslan á fyrirfram gefna, ákvarðaða og miðlæga formgerð stangast á við þær túlkanir á lýðræði sem leggja áherslu á sjálfsprottnar breytingar, skýra og opinbera baráttu og það hversu opið og undirorpið breytingum lýðræðið er, en slíkum túlkunum hafa Lefort og fleiri haldið á lofti. Lýðræðislegar stofnanir má fella inn í viðteknar kenningar um nútíma samfélag, en þær eru þá oftar en ekki grundvallaðar á hlutlægu samhengi (sem er túlkað meira eða minna opinskátt í anda þróunarkenningarinnar) fremur en í sameiginlegri uppgötvun eða sköpun. Ef við tengjum þetta sjónarhorn við viðfangs- efni í stjórnmálafræði, þá má segja að hið viðtekna samfélagshugtak sé skyldara stjórnarskrárhugsuninni, en öðrum róttækari hugmyndum um lýðræði. Og innan tilvísunarramma sem reiðir sig á hlutverka-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.