Hugur - 01.01.1994, Page 61
HUGUR
Samfélagssýnir og lýðrœðismynstur
59
Þegar Luhmann kynnir til sögunnar skilgreininguna á mæli-
kvörðum lýðræðis *' bcr hann skilgreiningu sína saman við tvær aðrar,
sem byggja á djúpstæðum misskilningi á lýðræði; hugmyndina um
völd almennings yfir sjálfum sér og lögmálið um hámarksþátttöku.
Honum virðist auðvelt að sýna fram á að báðar þessar hugmyndir
leiða til óleysanlegra vandamála, bæði í hugsun og verki. En því má
halda fram að hugmyndirnar séu einungis sitthvor hlið sömu rnyntar
og þótt togstreita ríki milli þeirra sé rétt að líta á viðfangsefnið frá
öðru sjónarhorni en skynsemi og kenninga. Viðbótin og mótvægið við
vald almennings felst í hugmyndum um mannréttindi; báðar eru
hugmyndirnar jafn mikilvægar sjálfskilningi nútíma lýðræðisrfkja og
togstreitan milli þeirra er órjúfanlegur þáttur í sögu þess. Að sama
skapi mótuðust hugsjónir um þátttökulýðræði í tengslum við höfuð-
andstæðing sinn, hugmyndina um fulltrúalýðræði, sem aftur var notuð
til að breiða út fyrirkomulag framsals og takmörkunar á valdi sem
þegar var til staðar. í báðum tilfellum virðist rétt að líta á þessi
sjónarmið sem ímynduð viðmið lýðræðis og gera ráð fyrir því að hvor
hugmynd um sig hafi jöfn áhrif á þá spennu og möguleika á
umbreytingu sem býr í lýðræðinu; það er einungis í tengslum við
einstrengingslegri og afleiddari túlkanir sem við getum talað um
fræðilegan misskilning og „svikin loforð" lýðræðisins.1^
Fræðileg framsetning og skýring á hugtakaforða lýðræðisins hefur
þó haft söguleg áhrif í sjálfu sér. Eins og Marcel Gauchet hefur sýnt
fram á, þá höfðu rökræðurnar á Stjórnlagaþingi Frakka 1789 mótandi
áhrif á það tímabil sem fylgdi í kjölfarið; þær leiddu í ljós vandamál
sem enn eru til umræðu og til lausna sem höfðu óvæntar og varanlegar
afleiðingar.13 Aðrar deilur hafa haft sambærilegu hlutverki að gegna
þótt minna hafi borið á þeim. Lýðræðiskenningar ætti að tengja beint
við slíkar útleggingar á mögulegum afleiðingum þeirra, en aðskilnað-
ur Luhmanns á víðfeðmu sviði menningartúlkunar frá þröngum mæli-
kvörðum undirkerfa koma í veg fyrir slíkt.
Önnur spurningin sem ég vil vekja máls á lýtur að tengslum
Luhmanns við fræðilega forfeður sína. Hann setur kerfiskenningu sína
11 Sjá N. Luhmann, „Thc Future of Democracy", í Thesis Eleven, no. 26.
12 SjáN. Bobbio, Thc Fulure of Democracy (Cambridge, 1987).
13 Sjá Marcel Gauchet, La révolulion des droits de l 'homme (París, 1989).