Hugur - 01.01.1994, Blaðsíða 61

Hugur - 01.01.1994, Blaðsíða 61
HUGUR Samfélagssýnir og lýðrœðismynstur 59 Þegar Luhmann kynnir til sögunnar skilgreininguna á mæli- kvörðum lýðræðis *' bcr hann skilgreiningu sína saman við tvær aðrar, sem byggja á djúpstæðum misskilningi á lýðræði; hugmyndina um völd almennings yfir sjálfum sér og lögmálið um hámarksþátttöku. Honum virðist auðvelt að sýna fram á að báðar þessar hugmyndir leiða til óleysanlegra vandamála, bæði í hugsun og verki. En því má halda fram að hugmyndirnar séu einungis sitthvor hlið sömu rnyntar og þótt togstreita ríki milli þeirra sé rétt að líta á viðfangsefnið frá öðru sjónarhorni en skynsemi og kenninga. Viðbótin og mótvægið við vald almennings felst í hugmyndum um mannréttindi; báðar eru hugmyndirnar jafn mikilvægar sjálfskilningi nútíma lýðræðisrfkja og togstreitan milli þeirra er órjúfanlegur þáttur í sögu þess. Að sama skapi mótuðust hugsjónir um þátttökulýðræði í tengslum við höfuð- andstæðing sinn, hugmyndina um fulltrúalýðræði, sem aftur var notuð til að breiða út fyrirkomulag framsals og takmörkunar á valdi sem þegar var til staðar. í báðum tilfellum virðist rétt að líta á þessi sjónarmið sem ímynduð viðmið lýðræðis og gera ráð fyrir því að hvor hugmynd um sig hafi jöfn áhrif á þá spennu og möguleika á umbreytingu sem býr í lýðræðinu; það er einungis í tengslum við einstrengingslegri og afleiddari túlkanir sem við getum talað um fræðilegan misskilning og „svikin loforð" lýðræðisins.1^ Fræðileg framsetning og skýring á hugtakaforða lýðræðisins hefur þó haft söguleg áhrif í sjálfu sér. Eins og Marcel Gauchet hefur sýnt fram á, þá höfðu rökræðurnar á Stjórnlagaþingi Frakka 1789 mótandi áhrif á það tímabil sem fylgdi í kjölfarið; þær leiddu í ljós vandamál sem enn eru til umræðu og til lausna sem höfðu óvæntar og varanlegar afleiðingar.13 Aðrar deilur hafa haft sambærilegu hlutverki að gegna þótt minna hafi borið á þeim. Lýðræðiskenningar ætti að tengja beint við slíkar útleggingar á mögulegum afleiðingum þeirra, en aðskilnað- ur Luhmanns á víðfeðmu sviði menningartúlkunar frá þröngum mæli- kvörðum undirkerfa koma í veg fyrir slíkt. Önnur spurningin sem ég vil vekja máls á lýtur að tengslum Luhmanns við fræðilega forfeður sína. Hann setur kerfiskenningu sína 11 Sjá N. Luhmann, „Thc Future of Democracy", í Thesis Eleven, no. 26. 12 SjáN. Bobbio, Thc Fulure of Democracy (Cambridge, 1987). 13 Sjá Marcel Gauchet, La révolulion des droits de l 'homme (París, 1989).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.