Hugur - 01.01.1994, Side 73
HUGUR
Að gera eða að vera
71
líffræði sem nú eru kenndar í íslenzkum menntaskólum ekki síður en f
Sálaifrœði eftir Sigurjón Björnsson. Þessa upplýstu kenningu kalla ég
„siðfræðilega tvíhyggju“. En hún heitir raunar ýmsum nöfnum: á
dönsku tala menn til dæmis um „værdinihilisme" eða „gildistóm-
hyggju", og eru bæði orðin ill danska en auðlærð eftir því.
Þá er það annar hausinn. Hann ber okkur boðskap sem ég vil kalla
„reglusiðfræði“ eða „athafnasiðfræði“. Samkvæmt þessum boðskap
ber að líta á það merkilega fyrirbæri sem við köllum „siðferði" sem
reglukerfi, og gildi reglurnar sem kerfið mynda um mannlegar
athafnir. Þetta reglukerfi er talið næsta sambærilegt við hitt sem við
köllum „lög“ eða „rétt“. Nú eða þá það sem kennt er við mannasiði
eins og þá að stinga borðhníf ekki upp í sig eða að hneigja sig með
búknum en ekki hausnum og með hæla saman. Þessi reglingskenning
annars haussins má heita allsráðandi í siðfræði 19du og 20stu aldar.
Fremstu og frumlegustu heimspekingar okkar daga, til að mynda
prófesor Peter Strawson, hafa reynt að styðja hana dýpstu rökum.^ Og
aðrir hafa fylgt í kjölfarið: Richard Hare í ritum sfnum um siðfræði,^
og Herbert Hart í réttarheimspeki sinni sem Garðar Gíslason gerði
okkur svo ágæta grein fyrir hér á dögunum.
Samkvæmt réttarheimspeki Harts, svo að dæmi sé tekið af henni, er
enginn eðlismunur á lögum og siðferði, á réttarreglum og siðferðis-
reglum. Eða svo ég vitni til sex ára gamallar ritgerðar í Ulfljóti eftir
Garðar Gíslason þar sem hann lýsir kenningum Harts á þá leið að
siðferðisreglur „segi l'yrir um hvað gera eigi, hvað megi ekki gera, við
aðstæður sem sífcllt séu f'yrir hendi í þjóðfélaginu" og „siðferðis-
skyldur krefjist breytni, eða aðgerðaleysis". Og „þegar kemur að
spurningunni hvaða séreinkenni siðferðisreglur hafi, en aðrar hátt-
ernisreglur þurfi ekki að hafa, bendir Hart á að hér sé um að ræða
fjóra eiginleika sem varða form siðferðisreglna, en ekki efni þeirra."
Þessi fjórir eiginleikar eru: (1) að menn telja siðferðisreglur ákaflega
mikilvœgar; (2) að þær eru óhultar fyrir gagngerðum breytingum; (3)
að siðferðisbrot eru háð vilja manns; og loks (4) að siðferðisreglum er
8 P. F. Strawson, „Social Morality and Individual Ideal" í Philosophy,
XXXVI (1961) og hjá Strawson: Freedom and Resenlment (London:
Methuen, 1974), s. 6-44.
9 R. M. Hare, Freedom and Reason (Oxford, 1963), s. 137-156.
10 H. L. A. Hart, The Concept ofLaw (Oxford, 1961), s. 181-207.