Hugur - 01.01.1994, Side 74
72
Þorsteinn Gylfason
HUGUR
haldið fram með því að höfða til samvizku manna og sektarkenndar,
en ekki til viðurlaga.11 Og eins og hin siðfræðilega tvfhyggja er einn
hornsteinn kenningakerfis Mills (ekki síður en Marx) — hann hafði
numið hana af Hume sem heita má höfundur hennar — þá er reglingur
athafnasiðfræðinnar einnig til hans sóttur. Mill segir í Nytjastefnunni:
„Sá sem bjargar náunga sínum frá drukknun gerir rétt, hvort sem
honum gengur skyldurækni til eða umbunarvon. Sá sem svíkur vin í
tryggðum er sekur um glæp, jafnvel þótt honum gangi það til að styðja
annan vin sem hann á meira gott að gjalda."12
Og loks er það þriðji hausinn og sá ófrýnilegasti. Með honum
brýnir dofrinn fyrir okkur markvísi þeirrar mannlegu breytni sem siða-
reglurnar kveða á um, hvort sem þeim er nú fylgt eða ekki.
Samkvæmt þessari markhyggju miðar allt sem við gerum eða látum
vera að einhverjum markmiðum, og á endanum að einu markmiði sem
er ánægja okkar, vellíðan eða hamingja. Því eitthvert endanlegt
markmið hljótum við að hafa: annars væri, eins og Aristóteles segir
réttilega í upphafi Siðfrœði sinnar, „ekkert endanlegt svar við spurn-
ingunni um markmið okkar svo að öll löngun yrði eftirsókn eftir
vindi“. Og hann bætir við: „Ef eitthvert markmið okkar er slíkt að við
viljum ná því einu sjálfs þess vegna og keppum að öllum öðrum
vegna þessa eina markmiðs, þá blasir við að þetta eina væri hið eina
góða og æðst gæða.“12 Samkvæmt nytjastefnunni er ánægjan einasta
markmið manna sem þeir geta valið sjálfs þess vegna og einskis
annars. Og Marx var sama sinnis í öllum höfuðatriðum. ^ Til marks
um það er ástæðulaust að hafa hér taumlaust raus flestra þeirra sem
telja sig fylgismenn hans um það sem þeir kalla „praxis“; það er svo
skelfing leiðinlegt. Nær er að vísa aftur til bókar hans Þýzkrar heim-
speki þar sem hann bregður upp sveimhyglissýn sinni á fagurt mannlíf
í framtíðinni: „Þá geta allir gert það sem þá langar til,“ segir hann. „I
dag geri ég eitt, á morgun annað. Fer á dýraveiðar í fyrramálið, í lax
11 Garðar Gíslason, „Um réttarreglur og siðferðisreglur“ i Úlfljóti XXIV, 4
(1971) s. 304
12 J.S. Mill, Utilitarianism (útg. M. Warnock, London: Fontana, 1962), s.
281.
13 Aristóteles, Ethica Nicomachea, 1094a.
14 Sbr. Eugene Kamenka, Marxism and Ethics (London og New York,
1969), s. 44-51.