Hugur - 01.01.1994, Side 87
HUGUR
Að gera eða að vera
85
IX
Vilji og siðferði
Eitt viðfangsefni Aristótelesar í Siðfrœðinni er breyskleiki: sá
breyskleiki sem Páll postuli lýsir með þessum orðum „Þvf hið góða
sem ég vil gjöri ég eftki, cn hið vonda sem ég ekki vil það gjöri ég“;
og Helgi Hálfdánarson í Helgakveri þar sem hann segir:
Syndirnar eru misstórar, og verðskulda misjafna hegning. Sumar eru
breyzkleikasyndir, sprottnar af því að viljinn til hins góða er eigi nógu
sterkur, sumar ásetningssyndir, beinlínis sprottnar af illum vilja. Breyzk -
leikasyndir koma þrál'all fyrir hjá guðhræddum mönnum, en
ásetningssyndir hjá guðlausum . . . Breyzkleikasynd er oft hendir sama
mann heitir brestur, en sú synd sem orðin er að drottnandi vana er kölluð
löstur. ^
Nú hefur Aristóteles þá kenningu um breyskleikann sem okkur
hlýlur að sýnast furðanleg við fyrstu sýn. Hann segir — og notar þá
hugtak sitt proairesis — að breyskur maður velji ekki kostinn sem
hann tekur. En við vitum öll að breyskur maður sem fellur fyrir
freistingu — fær sér kannski í staupinu þegar hann veit mætavel að
það má hann alls ekki gera eins og á stendur — er með fullu ráði og
rænu; hann getur meira að segja beitt hvers konar brögðum í fallinu af
dæmalausri hugvitssemi. Af þessum sökum hljótum við að skilja
kenningu Aristótelesar svo að hann neiti því að til sé réttncfnt val —
proairesis — sem sé einungis „tæknilegt val“ sem kalla má — í þeim
víða skilningi orðsins „tækni“ að tækni þurfi til að komast yfir
helmingi meira að drekka en manni er ætlað í veizlu, eða til að draga
konu vinar síns á tálar. Sú er þá skoðun Aristótelesar að til þess að urn
val á tækni eða aðferðum geti verið að ræða — til dæmis val prentara
eða læknis á aðferðum sem iðnir þeirra leyfa — þurfi ævinlega annað
val að búa að baki: kannski val þeirrar köllunar f lífinu að sjá fólki
fyrir lesefni, eða líkna sjúkum. Þar með velur breyskur maður ckki;
það gerir hins vegar óhófsmaðurinn sem kom til veislunnar til að
drekka sem mest, hvað sem hver segði, eða þá flagarinn sem skeytir
ekki um hver á hvaða konu því köllun hans er að komast yfir hana
27 Helgi Hálfdánarson, Krístilegur barnalcerdómur, (Kaupmannahöfn, 1924
[12 prentun]) s. 36-37.