Hugur - 01.01.1994, Blaðsíða 118
116
Ritdónmr
HUGUR
þegar efnið er ekki lengur til þá hefur skynjunin eyðst lfka; svo hið skynjanlega
eyðir skynjuninni með sér, en skynjunin aftur á móti ckki hinu skynjanlega, því
þegar skepnur hverfa þá hefur skynjunin horftð, en skynjanlegir hlutir verða til
áfram, t.d. efni, heitt, sætt, beiskt, og allt annað sem er skynjanlegt. (bls. 19)
Hér hefði mátt skera niður sársaukalaust, láta semíkotnmur lönd og leið,
fjölga málsgreinum og aðalsetningum. Þetta er alls ekki algild regla, því
iðulega fer vel að halda löngum málsgreinum, svo fremi þær sé skýrar og
bjóði ekki upp á punkta. Einstaka sinnum verður þýðingin illskiljanleg:
„Ennfremur er það vegna þess, að frumlegu verundirnar eru frumlag fyrir allt
annað og allt annað er umsögn um þær eða í þeim - vegna þessa - sem þær eru
kallaðar verundir allra hluta helst“ (bls. 7). Þetta kemur líklega til af of mikilli
virðingu fyrir frummálinu. Umorðun er stundum nauðsynleg, smávægilegur
uppskurður, jafnvel mikils háttar aðgerð á köflum: si ad verbum interpretor,
absurdum resonat, sagði heilagur Hieronymus biblfuþýðandi.
Smávægilega galla mætti nefna. „Annarlegur" er orð sem víðast er notað
sem fræðilegt hugtak (í merkingunni annars stigs), en skýtur þó upp kollinum
í annarri merkingu (við annars hæfi), sem gerir alla þýðinguna býsna
annarlega: „Að frumlegu verundunum slepptum er eðlilegt, að ekki skuli aðrir
hlutir nefnast annarlegar verundir en ættirnar og tegundirnar, því þær leiða
frumlegu verundirnar í ljós, einar umsagnanna. Sé maður látinn segja til um
hvað einstakir menn séu, þá á vel við að nefna tegundina eða ættina ... en sé
eitthvað annað nefnt, þá verður það annarlegt, t.d. hvítt eða hleypur eða
hvaðeina af þvf tagi sem nefna mætti; svo eðlilegt er að ekki skuli aðrir hlutir
nefnast annarlegar verundir" (bls. 7).12 í formála sínum hafði Sigurjón gert
góða grein fyrir heilabrotum Grikkja um sögnina „að vera“ og ólíkum
merkingum hennar, þ.á.m. muninum á því að vera eitthvað og vera til. Þetta
olli Grikkjum nokkrum vandræðum, því sagnmyndin var aðeins ein.12 í
þýðingu sinni tekur Sigurjón stöku sinnum afstöðu (t.d. á bls. 4) og þýðir
„vera til“ þótt hann láta oftast nægja að þýða með einu saman „vera“. Á bls.
10 stendur þrisvar sinnum „lítilvægt og mikilvægt" en ætti að vera „vont og
gott“. Annars er nákvæmni þýðingarinnar hárfín.
Orðalistinn aftan við þýðinguna er mikið þarfaþing. Við hann hefði mátt
auka skýringum og vísa til ákveðinna staða í verkum Aristótelsar.
Skýringarnar sjálfar eru fjórtán síður. Helmingur þeirra er helgaður kafla 2.
Þar ræðir Sigurjón í raun um hugmyndina að baki umsagnarflokkun
12 Héma er reyndar næstsíðasta orðinu ofaukið. Þess getur ekki stað í grískunni.
13 Skilmerkilegasta greinargerðin fyrir þessu vandamáli er eftir C. H. Kahn, „The
Greek Verb "to be" and the Concept of Being“, Foundations of Language,
Supplemcntary Series 16 (1966), s. 245-65.