Hugur - 01.01.2002, Blaðsíða 12

Hugur - 01.01.2002, Blaðsíða 12
Hugur Logi Gunnarsson heimspekingar hafa einnig sett fram fjölmargar forsiðferðilegar réttlæt- ingar á siðferðinu. Aðrir samtímaheimspekingar hafa reynt að sýna fram á að ómögulegt sé að setja fram réttlætingar af þessu tagi. I Mak- ing Moral Sense er markmið mitt annað en allra þessara heimspekinga. Markmiðið er að sýna fram á að siðferðið þarfnast ekki slíkrar réttlæt- ingar. Kenning mín er raunar enn róttækari. Hana má orða svona: Sú skoðun að siðferðið þarfnist forsiðferðilegrar réttlætingar felur í sér af- skræmingu bæði á siðferðinu og á skynseminni. Þetta er ein meginkenn- ing bókarinnar. í dag get ég einungis gefið hugmynd um hvernig ég færi rök fyrir henni. Áður en ég fer út í rök mín fyrir þessari kenningu verð ég að segja nokkur orð um það hvers konar forsiðferðilegar réttlætingar heimspek- ingar hafa gefið á siðferðinu. Kalla má kenningu sem setur fram slíkar réttlætingar „grunnhyggju“ (á ensku ,,foundationalism“).6 Skipta má grunnhyggju í tvo flokka eftir því um hvers konar forsiðferðilegar for- sendur er að ræða. Annars vegar er um að ræða forsendur sem fela í sér hugmyndir um gott líf, t.d. þá að gott líf felist m.a. í því að vera í sálar- legu jafnvægi. Hugmyndin er sú að jafnvel siðleysinginn geti fallist á að gott sé að vera í sálarlegu jafnvægi og að sýna megi fram á að sálarlegu jafnvægi verði einungis náð með siðlegu lífi. I heimspeki Platóns er hugsanlega að finna grunnhyggju af þessu tagi.7 Þetta er reyndar ekki sú grunnhyggja sem ég fjalla mest um í bókinni og hér í dag. Forsendur þeirrar grunnhyggju sem ég fjalla mest um fel- ast í formlegri hugmynd um skynsemi. Hugmyndin er sú að jafnvel sið- leysinginn vilji vera skynsamur í formlegum skilningi en sýna megi hon- um fram á að þessi formlega hugmynd um skynsemi skuldbindi hann til að fallast á ákveðnar siðareglur.8 6 Eftir fyrirlesturinn bentu ýmsir mér á að nota mætti orðið „bjarghyggja" hér. Ókosturinn við að nota „grunnhyggja" eru tengsl þess við að vera grunnhygginn í þeim skilningi að vera yfirborðslegur. I fyrirlestrinum á ég auðvitað ekki við það. Einn kosturinn við að nota „bjarghyggju" er að þetta orð tengist t.d. bjarg- festu. Þar með tjáir þetta orð það markmið þeirra sem aðhyllast foundationalism að finna fastan grunn sem má byggja annað á. Eg nota samt „grunnhyggju" því að það kemur því betur til skila að verið er að leita að föstum grunni sem allt annað byggist á. 7 Það er einföldun að grunnhyggja af þessu tagi verði að styðjast við hugmyndir um gott líf. Hér er um að ræða grunnhyggju sem styðst við inntakskenningu um skynsemi. Nánar er fjallað um grunnhyggju af þessu tagi á bls. 6n, 49 og 257-261. 8 Grunnhyggja af þessu tagi er kölluð „rationalism“ í MMS. Þessi skoðun er skil- greind á bls. 13. Nánari tilvísanir til umræðu um rationalism í MMS er að finna í atviksorðaskránni sem er líka gagnleg að öðru leyti. 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.