Hugur - 01.01.2002, Blaðsíða 114
Hugur
Jón Ólafsson
hugmyndafræðileg, oft siðferðileg, stundum fjandsamleg vísindunum.7
Vísindarannsóknir verða á hinn bóginn stöðugt markaðsvæddari með
þeim vandamálum sem slíku fylgja. Það er ekki lengur svo að íyrirtæki
hagnýti sér rannsóknir háskólanna heldur eru jafnvel grunnrannsóknir
stundaðar innan fyrirtækjanna og þar með hefur hefðbundin verka-
skipting akademíu og atvinnulífs verið lögð niður. Þetta gerir tilrauna-
vísindin enn viðkvæmari fyrir þjóðfélagslegri gagnrýni, því að blöndun
vísindalegra viðhorfa og viðskiptalegra hagsmuna skapar erfiðar
flækjur.
Er nauðsynlegt eða gagnlegt að tengja menningarheildir raunvísinda
og hugvísinda, skapa sameiginlegan skilning þeirra? Það er engan veg-
in víst að svo sé. Áfram má spyrja: Gagnlegt fyrir hvern? Gagnlegt í
hvaða skilningi? Svörin við þessum spurningum fara að mestu leyti eft-
ir því hvort menn sjá bilið á milli raunvísinda og hugvísinda sem ginn-
ungagap á milli vísindahyggju annarsvegar, róttækrar afstæðishyggju
og vísindafélagshyggju (e. social constructionism) hinsvegar. Einnig eft-
ir því hvernig munurinn á þessum ólíku viðhorfum er skilgreindur. Er
vísindafélagshyggja nauðsynlega andstæð vísindum, er hún andvísinda-
leg eða er hægt að hugsa sér einhverja gerð vísindafélagshyggju sem
hægt er að samrýma nútímalegum skilningi á vísindum?
Ritgerðasafnið The One Culture fjallar um ágreininginn sem einkenn-
ir vísinda- og fræðasamræðu nútímans í greinum eftir 15 höfunda. Höf-
undarnir eru allir á þeirri skoðun að einhverskonar friðarsamningar eða
að minnsta kosti friðarnálgun sé öllum til hagsbóta og vísindunum í
heild til framdráttar. En á hinn bóginn sýna greinarnar svo ekki verður
um villst hvílíkur munur er á orðræðu og grundvallarviðhorfi þessara
tveggja heima. Greinar, sem í heftinu standa hlið, við hlið taka gerólíka
afstöðu ekki aðeins til vísinda og vísindarannsókna í heild sinni heldur
einnig til þess í hverju sameiginlegur skilningur eða sátt á milli hugvís-
inda og raunvísinda geti falist.
Sumir þeirra vísindamanna sem eiga greinar í safninu færa rök fyrir
því að nákvæmni og samkvæmni nútímavísinda megi telja rök gegn vís-
indafélagshyggju, það er gegn þeirri skoðun að hinn náttúrlegi veruleiki
7 Það er dálítið varasamt að alhæfa með þessum hætti um viðhorf eða skoðanir
þeirra sem stunda vísindagagnrýni. Hinsvegar er mikilvægt að gera greinarmun
á því annarsvegar að telja vísindin í eðli sínu hættuleg, að vísindagagnrýni hafi
það hlutverk að koma í veg fyrir að vísindin glepji og afvegaleiði; hinsvegar að
gagnrýna „þekkingariðnað“ á þeim forsendum að viðskiptahagsmunir leiði vís-
indin á villigötur. Dæmi um fyrri gagnrýnina má finna í greinum þeirra Torfa
Tulinius (Kynlíf, gen og kapítalismi) og Sigríðar Þorgeirsdóttur (Erfðir og atlæti)
í Tímariti Máls og menningar, 60, 4, 1999.