Hugur - 01.01.2002, Blaðsíða 63

Hugur - 01.01.2002, Blaðsíða 63
„Sálin í Hrafnkötlu" Hugur „In place of hermeneutics we need an erotics of art".13 En hér er margs að gæta. I fyrsta lagi verða menn að hafa lágmarksskilning á skáldverki til að geta notið þess. Séu túlkun og skilningur samslungin þá komast menn ekki hjá því að túlka verkin þó menn hafi erótíska afstöðu til þeirra. í öðru lagi gefur augaleið að þótt æskilegt kunni að vera að gefa sk.. í vísindalega túlkanir þá er ekki þar með sagt að þess lags túlkanir séu ekki mögulegar. Við höfum séð að hughyggjan er ekki ýkja góður kostur. Hughrifs- hyggja Paters er ekki ýkja sannfærandi og sú kenning að túlkanir séu tilfinningalegar og þar með huglægar byggir á þeirri röngu forsendu að tilfinningar geti ekki haft skynsemisþátt. Róttæk afstæðishyggja Róttæk afstæðishyggja er miklu máttugri andstæðingur en hughyggjan. Eins og ég gaf í skyn telja stuðningsmenn hennar að túlkunarsamfélög séu lokaðir heimar. Lesendur lifa og hrærast í mismunandi heimum og túlkanir á textum eru ósammælanlegar (e. incommensurable). Sérhvert túlkunarsamfélag hefur sína sérstöku hugmynd um ágæti túlkana, hug- myndir sem eru öldungis framandi öðrum menningarheimum.14 Allt er þetta gott og blessað en samt áskil ég mér rétt til andmæla. Eg vil benda á að ekki er hægt að vita hvort lesendur sem byggja mismun- andi heima túlki texta með gagnólíkum hætti nema að gera ráð fyrir því að þeir túlki sömu textana. Sé svo þá eiga heimarnir það alltént sameig- inlegt að tilteknir textar hafa sama „ídentítet" í þeim öllum. Auk þessa getum við ekki sagt að þeir túlki textana með mismunandi hætti nema að geta borið þá saman og þá er ekki djúp staðfest milli túlkunarheima. Við getum eflt gagnrýni vora rökum þeirra Donalds Davidsons og Reed Way Dasenbrocks. Sá fyrrnefndi vegur að kenningunni um ósammælan- leik (e. incommensurability) tungumála og að breyttu breytanda má yf- irfæra þá gagnrýni á hugmyndina um ósammælanleik kenninga og þar með túlkana. Það fylgir svo sögunni að tvær kenningar eru ósammælan- legar ef grundvallar vandkvæði eru á að þýða þær á hvors annars mál. Ef hægt er að þýða þær þannig að þýðingarnar virðast spegilmyndir hins þýdda eru þær sammælanlegar. Því þá er samanburður okkar á ágæti kenninganna engum vandkvæðum bundinn, Við gætum án nokkurra 13 Susan Sontag: „Against Interpretation", Against Interpretation (New York: Dell, 1964) bls. 14. 14 Af þessu sjáum við að þótt félagslegt eðli túlkana sýni veilur hughyggjunnar þá gildir ekki slíkt hið sama um afstæðishyggju. 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.