Hugur - 01.01.2002, Blaðsíða 113

Hugur - 01.01.2002, Blaðsíða 113
Vísindastríöin, sannleikurinn og Rorty Hugur aðferðum raunvísinda oft og tíðum ákaflega vafasamur. í bókinni Fas- hionable Nonsense rekja höfundarnir Alan Sokal og Jean Bricmont fjöl- mörg dæmi um hvernig sumir af þekktari heimspekingum og bók- menntafræðingum Frakka rökræða ákveðnar kenningar raunvísinda af innlifun og setja þær í sálfræðilegt, félagslegt eða kynjafræðilegt sam- hengi án þess að fram komi lágmarksskilningur á merkingu eða hlut- verki þeirra í raunvísindum. Nokkur dæmi eru tekin úr verkum Jacques Lacan og Juliu Kristevu sem bæði hafa beint greiningaraðferðum sínum að raunvísindakenningum. Sokal og Bricmont sýna hinsvegar fram á að greining þeirra er algjörlega óháð raunvísindalegum skilningi á þessum kenningum, en með því afhjúpa þeir í raun þessa mikils metnu fræði- menn sem fúskara eða loddara. Það er erfitt að taka staðhæfingar þeirra um kenningar og lögmál eðlisfræðinnar alvarlega eftir að hafa lesið af- greiðslu þeirra félaga. Svo vel virðast þeir sýna fram á að tilgangurinn sé tæplega annar eða meiri en að hafa áhrif á lesandann, það er mælsku- brögð.5 I hugvísindum hefur á síðustu áratugum þróast orðræða sem á lítið sameiginlegt með orðræðu raunvísinda og sem felur í sér endurmat og efasemdir um mörg grundvallarhugtök heimspeki og vísinda svo sem hlutlægni og sannleika. Vísindasaga og vísindagagnrýni hefur beinst að því að taka vísindin af stalli, færa rök fyrir því að niðurstöður vísinda séu ekki hafnar yfir niðurstöður yfirvegunar af öðru tagi, innan annarra greina. Þessi afhelgunarstefna hefur vakið upp mikla andstöðu úr her- búðum raunvísinda, ekki síst sú afstæðishyggja sem talin er felast í henni. Grein Sokals og bók þeirra Bricmonts má skilja sem andspyrnu vísindamanna við afstæðishyggju samtímans. Sem slík er hún mögnuð tilraun til að „afhjúpa“ afstæðishyggju sem loddaraskap. En hún er líka dapurlegur vitnisburður um nokkuð frumstæðan skilning Sokals sjálfs á þeim vandamálum sem nútíma hugvísindi glíma við.6 2 Vísindi og fræði, tilraunavísindi og bókleg fræði, náttúruvísindi-mann- vísindi, raunvísindi-hugvísindi: Það er erfitt að festa sig við eina lýsingu frekar en aðra, en hvað sem því líður þá höfum við hér tvær menningar- heildir, andstæðar hvor annarri í mikilvægum atriðum. Flest verður til að auka þetta bil frekar en að brúa það. Vísindagagnrýni samtímans er 5 Alan Sokal og Jean Bricmont, 1998 Fashionable Nonsense bls. 18-37, 38-49. 6 Alan Sokal og Jean Bricmont, 1998, sjá t.d. bls. 100-101. 111 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.