Hugur - 01.01.2002, Blaðsíða 62

Hugur - 01.01.2002, Blaðsíða 62
Hugur Stefán Snævarr hvort sá æsingur sem ég finn til hið innra sé réttnefndur „reiði“.10 Þannig eru geðshræringar alls ekki handan vits og visku.11 Gagnstætt því eru skynjanir (e. sensations) á borð við sársauka gjörsneyddar skyn- semi, þær eru hreinar upplifanir. Vandséð er hvernig tilfinningaleg túlk- un á bókmenntaverki geti verið hrein skynjun, tilfinning til verks hefur viðfang og sver sig með því í ætt við geðshræringar. Geðshræringar hafa ævinlega viðfóng, menn eru ástfangnir af einhverju/m, hata ein- hvern/eitthvað, eða eru hrifnir af tilteknu skáldriti. Bretinn Frank Palmer snýr þessu faðirvorinu upp á bókmenntatúlkan- ir. Hann segir að hafi ég tilfinningalega afstöðu til bókmenntaverks þá hvílir hún á slæmum eða góðum rökum. Eg gæti hafa fyllst fyrirlitningu á verkinu vegna þess að ég misskildi ákveðinn kafla gróflega, tilfinning mín er því ekki réttmæt. Að skilja tiltekið skáldverk þýðir m.a. að mað- ur viti hvaða tilfinningar til verksins mönnum beri að hafa. Finnist mönnum Hamlet fyndinn er það í flestum tilvikum merki um misskiling á verkinu, segir Palmer. Hann ber bókmenntaskilning okkar saman við mannskilning. Til að geta skilið fólk og skáldverk er ekki nóg að búa yf- ir þekkingu á staðreyndum, menn verða líka að geta haft réttu tilfinn- ingarnar til viðfangsins í réttum mæli á réttum augnablikum. Ekki þarf að fara í grafgötur um áhrif Aristótelesar á þessar umþenkingar.12 Ég er að miklu leyti sammála þeim félögum Aristótelesi og Palmer. Gallinn við boðskap Bretans er aðallega sá að hann hefur ofurtrú á hlut- lægni listkennda. Ég fæ ekki séð hvernig við getum vitað með öruggri vissu hvaða tilfinningar okkur beri að hafa til tiltekins skáldverks. Við getum ekki útilokað að einhverjum takist að sýna fram á að réttast sé að hlæja að Hamlet. En takið eftir að viðkomandi verður að rökstyðja að skilja beri Hamlet sem gamanleik og að sá rökstuðningur hlýtur að vera fallvaltur. Þannig eru listkenndir ekki fjarri lendum skynseminnar því rökstuðningur og fallvelti eru hennar aðal. Túlkanir á listaverkum gætu því verið gegndreypa af geðshræringum án þess að sú staðreynd styrki málstað hughyggjunnar. Þrautalending hughyggjumannsins kann að vera sú að óska túlkunum norður og niður og bæta við að menn ættu bara að njóta textanna og nota þá sér til framdráttar. Susan Sontag var mjög á þeirri skoðun og sagði 10 Anthony Kenny: Action, Emotion and Will (London: Routledge and Kegan Paul, 1963) bls. 68-69. 11 Eins og glöggur lesandi sér ver ég hér vitskenninguna um tilfinningar. Ágætan inngang að henni má finna hjá Kristjáni Kristjánssyni: „Um geðshræringar“, Af tvennu illu (Reykjavík: Heimskringla, 1997) bls.63-94. 12 Frank Palmer: Literature and Moral Understanding (Oxford: Clarendon Press, 1992) bls. 224. 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.