Hugur - 01.01.2002, Blaðsíða 45
Merking og sannleikur
Hugur
augljóst að setningarnar muni ekki vera samhljóma á þennan hátt. En
þegar kemur að setningum um tilgang, ástæður, trú eða fegurð þá vit-
um við naumast hvar á að byrja.
Aðra leið til að skilgreina hlutlægar upplýsingar má finna í raun-
hyggju í þekkingarfræði. Við tilgreinum hvaða áhrif það gæti haft á
mögulega reynslu ef setning er sönn eða ósönn og þar með höfum við
sagt allt sem máli skiptir um merkingu setningarinnar. Hér höfum við
sannreynslukenninguna um merkingu þótt orðalagið komi í stórum
dráttum frá C.S. Peirce. Þessi kenning leggur merkingu eða staðhæfingu
setningar að jöfnu við þær upplýsingar sem hún lætur í té, hins vegar er
það fylki möguleika sem máli skiptir heild mögulegrar sundurgerðar og
samlagningar ólíks áreitis á skynfærin. Sumir þekkingarfræðingar
flokka þessa möguleika með hliðsjón af sjálfskoðun á skyngögnum (e.
sense data). Aðrir og meira náttúrulega þenkjandi þekkingarfræðingar
líta til örvunar taugafruma; þær taugafrumur sem eru örvaðar eru sam-
bærilegar við svarta punkta í tvítóna mynd. En hvora leiðina sem við
fórum þá lendir hugmyndin um staðhæfingar eða reynslumerkingu í
ógöngum. Vandræðin byrja eins og við munum sjá, þegar farið er að deila
vitnisburði skynfæranna niður á tilteknar setningar.
Að tilgreina reynslumerkingu
Hugsum okkur að niðurstaða tilraunar stangist á við viðtekna kenningu
í einhverri grein raunvísinda. Kenningin er safn ólíkra tilgátna, eða
þannig má að minnsta kosti líta á hana. Tilraunin sýnir ekki meira en
að allavega ein af þessum tilgátum er röng, hún sýnir ekki hvaða tilgáta
það er. Það er einungis kenningin í heild sem verður studd eða hrakin
með athugun eða tilraun, ekki einstaka tilgátur.
Hversu víðtæk er vísindakenning? Engin grein vísindanna er alger-
lega einangruð frá öllum öðrum. Hversu ólíkar sem vísindagreinar
kunna að vera má búast við að báðar styðjist við rökfræði og stærðfræði
auk ýmissa hversdagslegra hugmynda um hreyfingu hluta. Sú hugmynd
að gögn eða vitnisburður miðist alltaf við heildarkerfi vísindanna,
hversu losaralegt sem það kann að vera, er vissulega langsótt en hún er
ekki fráleit. Gögn sem stangast á við tiltekið kerfi eru ekki gögn gegn
einni setningu frekar en annarri heldur má bregðast við þeim með því
að breyta ólíkum hlutum kerfisins.
Hér er rétt að huga að einni mikilvægri undantekningu: Athugun er
vissulega vitnisburður sem styður setningu sem lýsir athuguninni sjálfri
°g gegn setningu sem segir til um hið gagnstæða. En jafnvel hér getur
43