Hugur - 01.01.2002, Blaðsíða 18
Hugur
Logi Gunnarsson
möguleikanum: Ef forsiðferðilegu undirstöðurnar eru ekki nauðsynleg-
ar, þá hefur Habermas þar með gefið þá kröfu grunnhyggjunnar upp á
bátinn að siðferðið þarfnist forsiðferðilegrar réttlætingar.21
Inntakskenning um skynsemi
Rök mín hér hafa ekki einungis verið rök gegn Habermas. Þau hafa um
leið verið rök fyrir and-grunnhyggju; fyrir þeirri afstöðu að það sé nóg að
vísa t.d. til niðurlægingar fórnarlambsins til að réttlæta fordæmingar á
pyntingum og að engin þörf sé á forsiðferðilegri réttlætingu. En þetta
hafa ekki bara verið rök fyrir and-grunnhyggju, heldur líka fyrir inn-
takshyggju.
Hvað er nú átt við með því að kalla þá skoðun sem ég hef verið að veija
„inntakshyggju“? Til að skýra það er ekki nauðsynlegt að skilgreina
muninn á inntaki og formi. I fyrsta lagi mundu flestir segja að mæli-
kvarðar eins og auðmýking, niðurlæging, sársauki séu ekki formlegir
mælikvarðar. í öðru lagi er það er ekki mitt hlutverk að skilgreina mun-
inn á formi og inntaki. Forsvarsmenn formhyggju telja það sérstaklega
mikilvægt að réttlætingar byggist á forminu einu saman.22 Og sam-
kvæmt öllum tegundum formhyggju sem ég þekki teljast þeir mæli-
kvarðar sem ég nefndi ekki vera formlegir. Ef þeir mælikvarðar sem ég
hef nefnt teldust formlegir samkvæmt einhverri nýrri skilgreiningu á
formhyggju, þá hefði ég ekkert á móti slíkri formhyggju.23
Nú aðhyllist ég ekki einungis inntakskenningu um siðferðilegar ástæð-
ur, heldur einnig um skynsamlegar ástæður (inntakshyggja er kenning
um skynsemi). Til að skýra hvað felst í því að aðhyllast inntakskenningu
um (að því gefnu að þær séu góðar og gildar, sem ég dreg reyndar í efa um sum-
ar þeirra). Það má vel vera að forsiðleg rök séu gagnleg t.d. til að sannfæra sið-
leysingjann. Ég gagnrýni hér einungis þá skoðun grunnhyggjumanna að sið-
ferðilegar ástæður eins og þær sem ég hef nefnt geti ekki staðið á eigin fótum,
heldur teljist einungis góðar ástæður ef undir þær er rennt forsiðferðilegum
grunni. Það er þessi skoðun grunnhyggjumanna sem afskræmir siðferðið og
skynsemina. Þessari skoðun grunnhyggjumanna má hafna án þessa að draga í
efa að einnig séu til forsiðferðilegar ástæður til að fordæma t.d. pyntingar. Sjá
bls. 201-202.
21 Rökfærslu mína fyrir því að siðferðið þarfnist ekki forsiðlegrar réttlætingar að
hætti Habermas er að finna í heild sinni í kafla 13.
22 Vegna spurningar Mikaels M. Karlssonar eftir fyrirlesturinn, skal bent á að
formhyggja heldur því fram að mælikvarðar á skynsemi athafna séu eingöngu
formlegir. Inntakshyggjan neitar þessu, en neitar því ekki að sumir slíkra mæli-
kvarða séu formlegir (sjá bls. 230-231).
23 Sjá bls. 20-21, 230-231.
16