Hugur - 01.01.2002, Blaðsíða 13
Er skynsamlegt að vera dyggur, trúr og tryggur?
Hugur
Þessi mynd gefur yfirlit um viðfangsefni bókarinnar:
Formhyggja Inntakshyggja
Grunnhyggja Habermas, Gauthier Platón
And-grunnhyggj a „Coherentism“ Gunnarsson
Rétt er að fara nokkrum orðum um þessa skýringarmynd.
1. Nöfnin í reitunum eru einungis dæmi um heimspekinga eða heim-
spekistefnur sem fella má undir bæði grunnhyggju, and-grunnhyggju,
formhyggju og inntakshyggju.9
2. Formhyggja og inntakshyggja eru kenningar um skynsemi, sem ég
mun fjalla um síðar. Grunnhyggja og and-grunnhyggja eru skoðanir á
því hvernig réttlæta beri siðareglur.10
3. I bókinni gagnrýni ég aðallega formhyggju og þá sérstaklega tvo
samtímaheimspekinga sem halda henni fram, Júrgen Habermas og Dav-
id Gauthier.
4. „Gunnarsson“ vísar til mín, Loga Gunnarssonar! Þar sem kenning
mín er að það sé afskræming á siðferði og skynsemi að telja að siðferðið
þarfnist grunnhyggjuréttlætingar, er skoðun mín auðvitað dæmi um
and-grunnhyggj u.11
5. Eg fjalla um það síðar hvers vegna skoðun mín er líka inntakshyggja
og um reitinn sem hér er fylltur með „coherentism“.
En hvað felst í formlegri grunnhyggju? Formleg grunnhyggja tekur á
sig ýmsar myndir og henni má skipta gróflega í tvo flokka. Annars veg-
ar er um að ræða kantíska grunnhyggju og hins vegar hobbesíska, eins
og eftirfarandi skýringarmynd sýnir:
9 Eins og áður sagði, færi ég ekki rök fyrir því í bókinni að Platón falli í þann reit
sem hann er settur í hér. Hann er einungis settur í þennan reit hér til að gefa
með einföldum hætti hugmynd um hvað átt er við með skoðun af þessu tagi.
10 Sjá bls. 20 og 47-50.
11 Sú skoðun sem fellst á bæði inntakshyggju („substantivism", skilgreining á bls.
29) og á and-grunnhyggju er kölluð í bókinni „substantive approach“ (skilgrein-
ing á bls. 20). Taka ber fram að ég aðhyllist ekki einungis inntakshyggju, heldur
skoðun sem er kölluð í bókinni ,j)articularist substantivism" (sjá bls. 49-50 og
249-257). Þar sem ég aðhyllist líka and-grunnhyggju, má kalla þá skoðun sem
ég ver í bókinni „non-foundationalist particularist substantivism“ (sjá bls.
47-50).
11