Hugur - 01.01.2002, Side 116
Hugur
Jón Ólafsson
Þessi gagnrýni er að mínu mati léttvæg. Þó að vissulega sé hægt að
saka Rorty um að gera lítið úr þessum greinarmun og þar með lítið úr
muninum á sannleika og samkomulagi í vísindum, þá er staðreyndin sú
að Rorty er aðallega að hugsa um þann greinarmun sem einstaklingur
eða samfélag getur gert á réttlættu og sönnu: Það eina sem ég get hugs-
anlega vitað um skoðun er hvort hún er vel eða illa rökstudd. Það er af
því og engu öðru sem ég dreg þá ályktun að hún sé sönn eða ekki sönn.
Þannig bendir Rorty okkur á að sá greinarmunur sem við gerum á
sannri skoðun og vel réttlættri skoðun sé ekki greinarmunur sem hægt
er að beita á niðurstöður vísinda. Enginn mælikvarði á niðurstöður okk-
ar er æðri en sá sem beitt er í raun við að samþykkja þær eða hafna
þeim. Þannig er fáránlegt að halda því fram að einhver tiltekin aðferð,
hver svo sem hún er, sem fer viðurkenndar leiðir til að komast að niður-
stöðum sem svo verða viðurkenndar skoðanir, sé í grundvallaratriðum
ólík öðrum aðferðum til að gera það sama. Sá mælikvarði sem hægt er
að hafa á aðferðir hlýtur því að snúast um gæði niðurstaðna þeirra.
Þannig er niðurstaða Rortys sú að ein rannsóknaraðferð taki annarri
fram í því að niðurstöður hennar standist gagnrýni betur en niðurstöð-
ur annarrar aðferðar.10
Raunar er það oft svo að vísindamenn sjálíir, það er þeir sem ekki eru
því lærðari í kenningum heimspekinnar, eiga ekki í neinum vandræðum
með að sjá aðferð vísindanna í þessu hógværara ljósi, sem orðræðu af
ákveðnu tagi, með sínum kostum og göllum frekar en sem þá orðræðu er
best hafi höndlað sannleikann eða veruleikann. Deilan um vísindi er að
hluta afleiðing af tryggð við ýmsar kreddur heimspekinnar frekar en að
hún sé til marks um að vísindin þurfi að veija í heild sinni. Pragmatist-
ar komu mjög glögglega auga á þetta fyrir um 100 árum og það á jafn vel
við nú: Vísindastríðin eru varnarstríð heimspekinnar frekar en vís-
indanna.11
Andsvör Rortys í Roi'ty and his Critics sýna vel að þótt Rorty sé vissu-
lega afstæðishyggjumaður er ekki þar með sagt að hann sé andvísinda-
legur heimspekingur. Þetta verður enn ljósara þegar bókin er borin sam-
an við The One Culture? Það sem Rorty hefur um og við vísindin að segja
eru fyrst og fremst varnaðarorð. Öfgakennd vísindahyggja verður til af
þeirri blekkingu að vísindin marki aðferðafræðileg endalok sannleiks-
leitarinnar, eins og við hefðum í vísindunum hreppt sannleikann í skiln-
ingi aðferðar. Rorty hafnar ekki vísindalegri aðferð þó að hann taki und-
10 Sjá Richard Rorty, 1999 Philosophy and Social Hope Harmondsfarth: Penguin,
bls. 38.
11 Sjá Jón Ólafsson, 2000 Conflict and Method: An Essay on Dewey Columbia Un-
iversity, doktorsritgerð bls. 63-77.