Hugur - 01.01.2002, Qupperneq 116

Hugur - 01.01.2002, Qupperneq 116
Hugur Jón Ólafsson Þessi gagnrýni er að mínu mati léttvæg. Þó að vissulega sé hægt að saka Rorty um að gera lítið úr þessum greinarmun og þar með lítið úr muninum á sannleika og samkomulagi í vísindum, þá er staðreyndin sú að Rorty er aðallega að hugsa um þann greinarmun sem einstaklingur eða samfélag getur gert á réttlættu og sönnu: Það eina sem ég get hugs- anlega vitað um skoðun er hvort hún er vel eða illa rökstudd. Það er af því og engu öðru sem ég dreg þá ályktun að hún sé sönn eða ekki sönn. Þannig bendir Rorty okkur á að sá greinarmunur sem við gerum á sannri skoðun og vel réttlættri skoðun sé ekki greinarmunur sem hægt er að beita á niðurstöður vísinda. Enginn mælikvarði á niðurstöður okk- ar er æðri en sá sem beitt er í raun við að samþykkja þær eða hafna þeim. Þannig er fáránlegt að halda því fram að einhver tiltekin aðferð, hver svo sem hún er, sem fer viðurkenndar leiðir til að komast að niður- stöðum sem svo verða viðurkenndar skoðanir, sé í grundvallaratriðum ólík öðrum aðferðum til að gera það sama. Sá mælikvarði sem hægt er að hafa á aðferðir hlýtur því að snúast um gæði niðurstaðna þeirra. Þannig er niðurstaða Rortys sú að ein rannsóknaraðferð taki annarri fram í því að niðurstöður hennar standist gagnrýni betur en niðurstöð- ur annarrar aðferðar.10 Raunar er það oft svo að vísindamenn sjálíir, það er þeir sem ekki eru því lærðari í kenningum heimspekinnar, eiga ekki í neinum vandræðum með að sjá aðferð vísindanna í þessu hógværara ljósi, sem orðræðu af ákveðnu tagi, með sínum kostum og göllum frekar en sem þá orðræðu er best hafi höndlað sannleikann eða veruleikann. Deilan um vísindi er að hluta afleiðing af tryggð við ýmsar kreddur heimspekinnar frekar en að hún sé til marks um að vísindin þurfi að veija í heild sinni. Pragmatist- ar komu mjög glögglega auga á þetta fyrir um 100 árum og það á jafn vel við nú: Vísindastríðin eru varnarstríð heimspekinnar frekar en vís- indanna.11 Andsvör Rortys í Roi'ty and his Critics sýna vel að þótt Rorty sé vissu- lega afstæðishyggjumaður er ekki þar með sagt að hann sé andvísinda- legur heimspekingur. Þetta verður enn ljósara þegar bókin er borin sam- an við The One Culture? Það sem Rorty hefur um og við vísindin að segja eru fyrst og fremst varnaðarorð. Öfgakennd vísindahyggja verður til af þeirri blekkingu að vísindin marki aðferðafræðileg endalok sannleiks- leitarinnar, eins og við hefðum í vísindunum hreppt sannleikann í skiln- ingi aðferðar. Rorty hafnar ekki vísindalegri aðferð þó að hann taki und- 10 Sjá Richard Rorty, 1999 Philosophy and Social Hope Harmondsfarth: Penguin, bls. 38. 11 Sjá Jón Ólafsson, 2000 Conflict and Method: An Essay on Dewey Columbia Un- iversity, doktorsritgerð bls. 63-77.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.