Hugur - 01.01.2002, Blaðsíða 64

Hugur - 01.01.2002, Blaðsíða 64
Hugur Stefán Snævarr erfiðleika uppgötvað hvor hefði fleiri prófanlegar afleiðingar og hvort önnur væri sértilvik af hinni. Ef þýðingarnar eru hins vegar meira í ætt við þýðingar á ljóðum má telja þær ósammælanlegar, þær væru þá eins og skip sem sigla fram hjá hvort öðru í þoku. Ljóðaþýðing getur nefni- lega aldrei speglað fyrirmyndina enda ku skáldið Robert Frost hafa sagt að skáldskapur væri það sem þýðing næði aldrei. Til þess að skilja greiningu Davidsons verðum við að kynnast hugtak- inu „hugtakaskema" (e. conceptual scheme). Slík skemu eru hugtaka- grisjur er forma og grisja reynslu okkar, líkt og lituð gleraugu. Ef rétt er að eskimóar hafi ekkert almennt hugtak yfir snjó heldur tuttuguogtvö hugtök yfir blæbrigði snjávar þá hafa þeir sérstakt hugtakaskema fyrir snjó sem er ósammælanlegt við okkar. Davidson segir að þau rök sem nota megi til að sýna fram á að okkar hugtakaskema H og tiltekið hugtakaskema H‘ séu ósammælanleg megi nota til að sanna að H‘ sé alls ekki hugtakaskema. Hann segir: ... nothing ... could count as evidence that some form of activity could not be interpreted in our language that was not at the same time evidence that that form of activity was not speech behav- ior.15 Við getum einfaldlega ekki vitað hvort tiltekin heimsmynd H.M. sé ósammælanleg við okkar heimsmynd því ef við vissum það væru þær sammælanlegar. Við myndum nefnilega vita að H.M. er í grundvallar- atriðum ólík okkar heimsmynd og þá getum við borið (mælt) heims- myndirnar saman. Því er út í hött að gera ráð fyrir hugarheimum sem eru gagnólíkir okkar. Hugtakið hugtakaskema er falshugtak, þó ekki væri nema vegna þess að við getum bara talað um mismunandi skemu ef til er ótúlkaður veruleiki sem túlkaður er með ýmsum hætti af hinum ýmsu skemum. Vandinn er sá að það er tómt mál að tala um ótúlkaðan veruleika, ef við segjum að heimssnið H sé ótúlkað höfum við þegar túlk- að H sem „hið ótúlkaða heimssnið H“ (dæmið er frá mér sjálfum komið). Hafi Davidson á réttu að standa getum við gert okkur vonir um að geta túlkað „snotr“ í Hávamálum rétt. Kvæðið getur ekki hafa orðið til í merkingarheimi sem er okkur allsendis óskiljanlegur enda tómt mál að tala um slíka merkingarheima. Dasenbrock gerir sér mat úr rýni Dav- idsons og segir hana sýna að róttæk afstæðishyggja um túlkanir á skáld- skap sé út í hött. Rökleg forsenda slíkrar afstæðishyggju er nefnilega sú að túlkendur lifi í ósammælanlegum merkingarheimum. Dasenbrock 15 Donald Davidson: „On the Very Idea of a Conceptual Scheme“, lnquiries into Truth and Interpretation (Oxford: The Clarendon Press, 1984) bls. 165. 62 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.