Hugur - 01.01.2002, Blaðsíða 15

Hugur - 01.01.2002, Blaðsíða 15
Er skynsamlegt að vera dyggur, trúr og tryggur? Hugur Snúum okkur þá að Habermas. Habermas vill líka byggja röksemdir sínar á forsendum sem siðleysinginn getur fallist á. Hann hafnar hins vegar þeirri huglægu hugmynd Gauthiers og annarra heimspekinga sem fylgja Hobbes að máli, að skynsemin geti ekki sagt okkur neitt um það hvaða markmið við eigum að hafa. Réttlæting hans á siðareglum er því allt önnur en Gauthiers. Ég verð að einfalda kenningu Habermas hér mikið, en ég vil einungis koma meginhugmyndinni til skila. Höfuðatriðið í rökfærslu Habermas er hugmynd um skynsamlega sam- ræðu. Þetta er samræða sem siðleysinginn er líka tilbúinn til að taka þátt í. Þess vegna er þetta ekki umræða um það hvaða siðareglur við eig- um að fallast á, því að siðleysinginn sér enga ástæðu til að samþykkja neinar siðareglur. Umræðan snýst um það hvort siðareglur beri að sam- þykkja yfir höfuð. Nú telur Habermas að sérhver skynsamleg samræða verði að lúta ákveðnum formlegum reglum; annars getur hún ekki talist skynsamleg samræða. Siðleysinginn er tilbúinn til að taka þátt í skyn- samlegri samræðu og til að lúta þeim reglum sem eru nauðsynlegar til að samræðan geti talist skynsamleg. Hann telur að þetta skuldbindi hann ekki til að fallast á neinar siðareglur. Habermas telur að hér skjátlist siðleysingjanum. Með rökfærslu sinni vill Habermas sýna að með því að fallast á að taka þátt í skynsamlegri samræðu hafi siðleys- inginn skuldbundið sig til að virða ákveðnar siðareglur. Samkvæmt Ha- bermas er það t.d. ósamrýmanlegt skynsamlegri samræðu að pynta og limlesta þá sem maður er að ræða við. Skynsamleg samræða skuldbindi siðleysingjann því til að gefa siðleysi sitt upp á bátinn að minnsta kosti að hluta til.15 Ég tel að rökfærslur Habermas og Gauthier séu ógildar: Siðareglurnar leiðir ekki af forsiðlegu forsendunum. Fyrir þessu færi ég rök í bókinni.16 En eins og ég sagði í upphafi fyrirlestrarins, er þetta ekki aðalmarkmið bókarinnar. Aðalmarkmiðið er að sýna að það feli í sér afskræmingu bæði á siðferðinu og skynseminni að gera ráð fyrir að siðferðið þarfnist forsiðferðilegrar réttlætingar. í bókinni færi ég rök fyrir þessu bæði í til- felli Habermas og Gauthiers.17 Hér íjalla ég einungis um Habermas. 15 Sjá bls. 14-20, 99-108. 16 I MMS eru reyndar einungis dregnar í efa rökfærslur Gauthiers og Habermas fyrir sumum af þeim siðferðisreglum sem þær færa rök fyrir; sjá kafla 7 og 9. 17 Sjá bls. 47, 138-145, 158-159, 162-166, 171-172, 186-191, 197-212, 216-218. 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.