Hugur - 01.01.2002, Blaðsíða 83
Siðfræði í skólum
Hugur
held að þetta sé hluti af skýringunni á menntagildi þess að lesa bók-
menntir.
Þegar við lesum og ræðum um góðar sögur þá lærum við nýjar leiðir til
að segja frá fólki, setja orð þess og gerðir í samhengi, gagnrýna verk þess
og viðhorf. Frá sögumönnum Gamla Testamentisins og Hómer til nútím-
ans hafa þeir sem segja sögur verið að skoða mannlífið, sýna mannlegar
aðstæður, fá áheyrendur og lesendur til að setja sig í annarra spor og
skilja tilfinningar og hegðun fólks.
Eigi siðmennt í skólum að verða annað og meira en tamning og
gagnrýnislaus félagsmótun þá ætti að auka hlut bókmenntakennslu frá
því sem gert er ráð fyrir í núgildandi námskrám. Þar fá íslenskar bók-
menntir að vísu sinn stað í tengslum við móðurmálsnám. En áherslan
virðist fremur vera á bókmenntasögu en á samræður um mannlífið sem
lýst er í bókunum. I námskránum er hvergi rúm fyrir sameiginlegan
bókmenntaarf Evrópuþjóðanna hvað þá að gert sé ráð fyrir lestri á text-
um frá öðrum heimshlutum. Almennt má segja að hlutur húmanískra
greina (lista, bókmennta, heimspeki) sé harla lítill í námskrám fyrir ís-
lenska grunn- og framhaldsskóla. Þetta er að minni hyggju mikill skaði.
Á hvern hátt styður heimspekileg
siðfræði við siðferðilegt uppeldi?
Ég hef nú Qallað um siðmennt og siðferðilegt uppeldi í skólum án þess
að segja aukatekið orð um heimspekilega siðfræði. Ætti hún ekki að
gegna lykilhlutverki?
Heimspeki er ólík öðrum fræðigreinum að því leyti að hún fjallar ekki
svo mjög um heiminn (eins og orðið „heimspeki“ gefur ranglega til
kynna) heldur miklu fremur um hugtökin, kenningarnar og málið sem
notað er til að íjalla um veruleikann. Heimspekingar túlka og skýra,
greina hugtök og kenningar, finna mótsagnir í hugmyndum fólks, reyna
að komast að kjarna málsins þegar djúpstæður ágreiningur rís og bera
boð milli ólíkra umræðuheima. Ég ætla ekki að halda því fram að þetta
sé það eina sem þeir gera. Stundum halda þeir fram kenningum og
stundum taka þeir að sér hlutverk löggjafa og dómara.
Á fyrri hluta 20. aldar bar mikið á vísindaheimspeki, þ.e. heimspeki-
legum kenningum um vísindalega aðferð. Á þessum tíma mótuðust ný
hugtök og ný viðmið í eðlisfræði (afstæðiskenning og skammtafræði) og
tekist var á um rannsóknaraðferðir og grundvallarsýn á viðfangsefni fé-
lagsvísinda og sálarfræði. Af þessu spratt djúpstæður ágreiningur með-
al vísindamanna sem ekki var hægt að leysa innan einstakra fræði-
81