Hugur - 01.01.2002, Blaðsíða 120
Hugur
Ritfregnir
sakaður. Einnig er leitast við að draga fram, skýra og bregðast við frum-
spekilegri leit Skúla Thorlaciusar í ritgerðum sínum, þar sem hann kann-
ar eðli veruleikans, uppbyggingu hans og ástæður þess sem er.
3. Sigríður Þorgeirsdóttir: Kvenna megin. Ritgerðir um femíníska
heimspeki. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2001. 167 bls.
Kvenna megin er safn greina sem höfundur hefur skrifað á undanfórn-
um árum um femíníska heimspeki en það er ung grein innan heimspek-
innar sem hefur að markmiði að túlka heiminn á forsendum beggja
kynja. í greinum sínum víkur höfundur að ýmsum þeim viðfangsefnum
þar sem sjónarhorn kvenna- og kynjafræða varpa ljósi á kynbundna af-
stöðu hefbundinna viðhorfa. Fjallað er um hlut heimilis og fjölskyldu í
stjórnspekilegri umræðu, mannskilning siðfræðinnar, tvíhyggju hins
karllega og kvenlega í vestrænni menningu, kenningar um merkingu
líkamlegrar reynslu fyrir sjálfsmyndir kvenna og heimspekilegar hug-
myndir um tilurð og mótun sjálfsverunnar. Komið er inn á helstu stefn-
ur og strauma innan femínískrar heimspeki allt frá heimspeki Simone
de Beauvoir um konur til afbyggingarkenninga 10. áratugarins.
4. Jón Á. Kalmansson, ritstj.: Hvers er siðfrædin megnug? Reykjavík:
Háskólaútgáfan-Siðfræðistofnun, 2000. 282 bls.
Safn greina um möguleika og takmarkanir siðfræði eftir nokkra af
helstu íslensku heimspekingum samtímans. I bókinni eru greinar um
samband siðfræði og trúar, notkun siðfræði í kennslu ásamt einni
lengstu og ítarlegustu ritdeilu síðara ára, milli Vilhjálms Árnasonar, Ró-
berts H. Haraldssonar og Jóns Á. Kalmanssonar, um hlutverk og mögu-
leika siðfræðinnar.
5. Walter Benjamin: Listaverkið á tímum fjöldaframleiðslu sinnar.
Reykjavík: Bjartur-Reykjavíkurakademían, 2000. 87 bls.
Annað ritið í ritröðinni Atvik er helgað þýska heimspekingnum Walter
Benjamin og inniheldur þrjár þýddar ritgerðir á mörkum fagurfræði og
stjórnmálaheimspeki: „Listaverkið á tímum Qöldaframleiðslu sinnar“,
„Saga ljósmyndunar í stuttu máli“ og „Höfundurinn sem framleiðandi“
sem birtist áður í Tímariti Máls og menningar. í innganginum segir rit-
stjóri stuttlega frá sögu upphaflegu ritgerðanna.
6. Jean Baudrillard: Frá eftirlíkingu til eyðimerkur. Þýð. Geir Svans-
son, Ólafur Gíslason, Þröstur Helgason. Reykjavík: Bjartur-Reykjavíkur-
akademían, 2000. 93 bls.
í þriðja hefti Atviks-ritraðarinnar birtast í fyrsta skipti á íslensku text-