Hugur - 01.01.2002, Blaðsíða 73
Sálin í Hrafnkötlu
Hugur
standa geta túlkanir á skáldskap hvorki verið sannar né ósannar enda
er uppfærslutúlkunum ekki ætlað að lýsa einu eða neinu.
Af greiningu sinni á þessum þremur meginflokkum túlkana dregur
Shusterman þá ályktun að sönnunarbyrðin hvíli á þeim sem telur að að-
eins megi leika túlkunarleikinn á einn veg. Best er að vera fjölhyggju-
maður, bætir hann við. Og þá spyr lesandi hvort maðurinn sé ekki hrein-
ræktaður efasinni. Svarið er að Shustermann telur sig ekki vera efameg-
in í tilverunni. Hann gefur í skyn að beiting raka sé nánast skilgreining-
aratriði um túlkanir en rökin séu mismunandi frá túlkunarleik til leiks.
Rökstyðja verður sannleiksgildi lýsandi túlkana, réttmæti boðandi túlk-
ana á rökum, og árangur uppfærslutúlkana.36 Þetta hygg ég að sé lauk-
rétt og vil benda á að sé réttmæti og árangur túlkana fallvalt þá geta
bæði boðandi túlkanir og uppfærslutúlkanir verið skynsamlegar. Þá eru
til túlkanir sem eru skynsamlegar, þótt þær hafi ekki sanngildi, saman-
ber skilgreiningu mína á skynsamlegum túlkunum.
Shusterman hefði að ósekju mátt benda á að jafnvel boðandi túlkanir
og þær sem eru uppfærslukyns eru seldar undir sannleikskröfuna þótt
með óbeinum hætti sé. Ég fæ alla vega ekki séð hvernig hægt er að boða
túlkun á tilteknu verki nema að telja sig vita hverjar séu helstu stað-
reyndir um það. Eða hvernig getur píanistinn túlkað tiltekið verk án
þess að túlkunin sé á einhvern hátt skiljTt af staðreyndum um það?
Annars væri hægur vandi að kalla „túlkun“ á Gamla Nóa „túlkun á
Tunglskinssónötunni“. Séu uppfærslutúlkanir á bókmenntaverkum
stofnskyldar túlkun píanóleikarans hlýtur slíkt hið sama að gilda um
þær.37 Þetta getur ekki þýtt annað en að lýsandi túlkanir hafi röklegan
forgang fram yfir hinar tvær gerðirnar í þeim skilningi að þær síðast-
nefndu hvíla á undirtúlkunum sem eru lýsandi.38 Ekki þarf mikla
skarpskyggni til að sjá að eitthvað svipað gildir um bæði tilfinningatúlk-
anir og skáldlegar systur þeirra.
36 Richard Shusterman: „The Logic of Interpretation“ Philosophical Quarterly
1978, bls. 310-324.
37 Hafa ber í huga að strangt tekið er orðið „túlkun“ í „túlkun á tónverki" og „túlk-
un á texta“ sérheiti (homonym). Samt gætu þessi tvö fyrirbæri átt ýmislegt sam-
eiginlegt.
38 Kalla má staðhæfingar um staðreyndir verksins „lýsandi túlkanir" ef við gefum
okkur að allar staðreyndir séu gegndreypa af túlkunum, fræðaskotnar (e. theory-
laden). Ef svo er þá er greinarmunur staðreyndastaðhæfinga og túlkana óljós og
þar af leiðandi eru ekki skýr mörk milli lýsinga og túlkana. Taka ber fram að
bæði boðandi túlkanir og uppfærslutúlkanir myndu halda áfram að vera hrekj-
anlegar og rökstyðjanlegar þótt þær væru ekki sannleikanum háðar. En með
tengslum við sannleikann bætist nýr „hrekjan-" og „rökstyðjanleiki" við þessar
túlkanir, tengslin gera lýsandi undirtúlkanir þeirra hrekjan- og rökstyðjanlegar.
71