Hugur - 01.01.2002, Page 73

Hugur - 01.01.2002, Page 73
Sálin í Hrafnkötlu Hugur standa geta túlkanir á skáldskap hvorki verið sannar né ósannar enda er uppfærslutúlkunum ekki ætlað að lýsa einu eða neinu. Af greiningu sinni á þessum þremur meginflokkum túlkana dregur Shusterman þá ályktun að sönnunarbyrðin hvíli á þeim sem telur að að- eins megi leika túlkunarleikinn á einn veg. Best er að vera fjölhyggju- maður, bætir hann við. Og þá spyr lesandi hvort maðurinn sé ekki hrein- ræktaður efasinni. Svarið er að Shustermann telur sig ekki vera efameg- in í tilverunni. Hann gefur í skyn að beiting raka sé nánast skilgreining- aratriði um túlkanir en rökin séu mismunandi frá túlkunarleik til leiks. Rökstyðja verður sannleiksgildi lýsandi túlkana, réttmæti boðandi túlk- ana á rökum, og árangur uppfærslutúlkana.36 Þetta hygg ég að sé lauk- rétt og vil benda á að sé réttmæti og árangur túlkana fallvalt þá geta bæði boðandi túlkanir og uppfærslutúlkanir verið skynsamlegar. Þá eru til túlkanir sem eru skynsamlegar, þótt þær hafi ekki sanngildi, saman- ber skilgreiningu mína á skynsamlegum túlkunum. Shusterman hefði að ósekju mátt benda á að jafnvel boðandi túlkanir og þær sem eru uppfærslukyns eru seldar undir sannleikskröfuna þótt með óbeinum hætti sé. Ég fæ alla vega ekki séð hvernig hægt er að boða túlkun á tilteknu verki nema að telja sig vita hverjar séu helstu stað- reyndir um það. Eða hvernig getur píanistinn túlkað tiltekið verk án þess að túlkunin sé á einhvern hátt skiljTt af staðreyndum um það? Annars væri hægur vandi að kalla „túlkun“ á Gamla Nóa „túlkun á Tunglskinssónötunni“. Séu uppfærslutúlkanir á bókmenntaverkum stofnskyldar túlkun píanóleikarans hlýtur slíkt hið sama að gilda um þær.37 Þetta getur ekki þýtt annað en að lýsandi túlkanir hafi röklegan forgang fram yfir hinar tvær gerðirnar í þeim skilningi að þær síðast- nefndu hvíla á undirtúlkunum sem eru lýsandi.38 Ekki þarf mikla skarpskyggni til að sjá að eitthvað svipað gildir um bæði tilfinningatúlk- anir og skáldlegar systur þeirra. 36 Richard Shusterman: „The Logic of Interpretation“ Philosophical Quarterly 1978, bls. 310-324. 37 Hafa ber í huga að strangt tekið er orðið „túlkun“ í „túlkun á tónverki" og „túlk- un á texta“ sérheiti (homonym). Samt gætu þessi tvö fyrirbæri átt ýmislegt sam- eiginlegt. 38 Kalla má staðhæfingar um staðreyndir verksins „lýsandi túlkanir" ef við gefum okkur að allar staðreyndir séu gegndreypa af túlkunum, fræðaskotnar (e. theory- laden). Ef svo er þá er greinarmunur staðreyndastaðhæfinga og túlkana óljós og þar af leiðandi eru ekki skýr mörk milli lýsinga og túlkana. Taka ber fram að bæði boðandi túlkanir og uppfærslutúlkanir myndu halda áfram að vera hrekj- anlegar og rökstyðjanlegar þótt þær væru ekki sannleikanum háðar. En með tengslum við sannleikann bætist nýr „hrekjan-" og „rökstyðjanleiki" við þessar túlkanir, tengslin gera lýsandi undirtúlkanir þeirra hrekjan- og rökstyðjanlegar. 71
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.