Hugur - 01.01.2002, Blaðsíða 14
Hugur
Logi Gunnarsson
Formleg grunnhyggja
kantísk Habermas (Apel, Kuhlmann, Gewirth, Korsgaard)
hobbesísk Gauthier (Danielson)
Með því að segja að þessar fyrri kenningar séu „kantískar“ á ég við að
þær séu í hefð Kants og með því að segja að þær séu „hobbesískar“ á ég
við að þær séu í hefð Hobbes. Hinar kantísku kenningar mætti líka kalla
„hlutlægar“ („objective") kenningar, en hinar hobbesísku „huglægar“
(,,subjective“) kenningar. Eins og ég sagði áður, fjalla ég ítarlega og nán-
ast eingöngu um Habermas og Gauthier í Making Moral Sense. Nöfnin í
svigunum vísa til höfunda sem ég tel líka verja umræddar skoðanir, en
ekki er fjallað um neitt að ráði.12
í dag mun athygli mín beinast að Habermas fremur en Gauthier. Samt
vil ég byrja á því að skýra hina formlegu grunnhyggju Gauthiers. Form-
hyggja hans er súbjektivísk eða huglæg í þeim skilningi að það veltur á
því hvaða langanir ég hef hvort ég hef ástæðu til að breyta með tiltekn-
um hætti. Gauthier telur að skynsemin segi okkur ekkert um það hvaða
markmið við eigum að hafa; hún segir okkur einungis að við eigum að
uppfylla langanir okkar eins vel og mögulegt er. Þessi krafa skynseminn-
ar er formleg: Skynsemin segir ekkert um það hvaða innihald langanir
okkar eiga að hafa, en að því gefnu að við höfum ákveðnar langanir
krefst hún þess að við uppfyllum þær sem best.13
Gauthier telur nú að með hjálp þessa skynsemishugtaks megi sýna
fram á að það sé skynsamlegt að fallast á ákveðnar siðareglur sama
hvaða langanir maður hefur. (Þetta er líka formleg hugmynd.) Væru
röksemdir Gauthiers góðar og gildar, þá hefði honum tekist að leiða sið-
ferðið af forsiðferðilegum forsendum. Jafnvel siðleysinginn vill fylgja
skynseminni og uppfylla langanar sínar sem best og - ef Gauthier hefur
rétt fyrir sér - þá krefst skynsemin þess líka af siðleysingjanum að hann
fallist á ákveðnar siðareglur.14 Kenning Gauthiers er auðvitað mun
flóknari en þetta, en þessi stutta skýring verður að nægja.
12 Hér er um að ræða Karl-Otto Apel, Wolfgang Kuhlmann, Alan Gewirth, Christ-
ine M. Korsgaard og Peter Danielson. Taka ber fram að öll sú gagnrýni sem sett
er fram gegn Habermas í þessum fyrirlestri á jafnt við um Apel og Kuhlmann
(sjá bls. 14-20 og 262).
13 Sjá bls. 55-57; skoðun Gauthiers er dæmi um huglæga hugmynd um skynsemi
(subjectivism) sem er nánar fjallað um á bls. 21-28.
14 Sjá bls. 9-12, 58-70, 73, 77.
12