Hugur - 01.01.2002, Blaðsíða 85
Siðfræði í skólum
Hugur
ur þessara og þvílíkra fræða. En ef og þegar upp kemur misskilningur,
ágreiningur um hugtakanotkun eða ósamkomulag um hvers konar rök
eigi erindi í umræðuna þá kemur til kasta heimspekinnar. Strandi um-
ræða á ósamkomulagi um eitthvert atriði í heilsufræði eða hagfræði er
oft hægt að fá úr því skorið með því að fletta upp í bók. Sé um heimspeki-
legan vanda að ræða, t.d. ólíkan skilning á einhverju hugtaki, er yfirleitt
ekki hægt að fletta lausninni upp. Það þarf þjálfun í heimspekilegri rök-
ræðu til að finna upphaf og endi á hugtakalegum og röklegum ógöngum
og rata gegnum þær. Þess vegna, og aðeins þess vegna, er meiri þörf á að
kennarinn hafi þjálfun í heimspekilegri siðfræði heldur en t.d. hagfræði
eða heilsufræði. Og burtséð frá þessari einu ástæðu á heimspekileg sið-
fræði ekkert frekar tilkall til forystu í hagnýtri fræðslu um mannlífið en
vísindaheimspekin til að drottna yfir kennslu í raungreinum og félags-
vísindum.
Eg held að við getum sæmilega við unað ef siðfræðikennsla í grunn- og
framhaldsskólum kemst á það stig að nemendur þjálfist í að ræða um
bókmenntaverk undir handleiðslu kennara sem kann ekki bara bók-
menntafræði heldur líka siðfræði. Vissulega væri líka gott ef þeir sem
kenna samfélagsgreinar, heilbrigðisfræði, trúarbragðafræði og fleiri fög
hefðu lært einhverja siðfræði en við getum ekki fengið allt.
En hvað um eiginlega kennslu í heimspekilegri siðfræði? Á hún erindi
í skólana? Hún er þegar til sem valgrein við suma framhaldsskóla og ég
efast um að hún eigi að verða neitt meira en það. Hrein heimspeki
(greining á hugtökum o. þ. u. 1.) höfðar trúlega til fremur fárra nemenda.
Umræða um bókmenntatexta með heimspekilegu ívafi og sígild heim-
spekirit (eins og samræður Platons) á vafalaust miklu meiri hljómgrunn
og sömuleiðis rökræður um siðferðileg og pólitísk álitamál sem hafa ein-
hverja heimspekilega vídd. Hvort kennsla af þessu tagi er látin heita
heimspeki eða bókmenntir skiptir ef til vill ekki öllu máli. Það sem skipt-
ir máli er að hún á erindi við börn og unglinga og í núgildandi námskrám
er hlutur hennar nær algerlega fyrir borð borinn.
Eg geri ef til vill heldur minna úr mikilvægi hreinnar heimspekilegrar
siðfræði en sumir höfundar en hér er trúlega um að ræða lítils háttar
áherslumun fremur en djúpstæðan ágreining. Hins vegar held ég að Vil-
hjálmur Árnason og Þorsteinn Gylfason gangi full langt þegar þeir segja
að það sé „ekki hlutverk heimspekinga að boða lífsgildi" (Vilhjálmur bls.
166) og „heimspekileg siðfræði [geti] enga leiðsögn veitt í siðferðilegum
efnum“ (Þorsteinn bls. 137). Þorsteinn byggir sitt álit á þeirri forsendu
að heimspekileg siðfræði snúist um það eitt að réttlæta siðferðið, svara
spurningunni hvers vegna ég ætti að leggja það á mig að breyta rétt þeg-
ar rangindi koma sér betur fyrir mig. Að vísu má til sanns vegar færa að
83