Hugur - 01.01.2002, Qupperneq 85

Hugur - 01.01.2002, Qupperneq 85
Siðfræði í skólum Hugur ur þessara og þvílíkra fræða. En ef og þegar upp kemur misskilningur, ágreiningur um hugtakanotkun eða ósamkomulag um hvers konar rök eigi erindi í umræðuna þá kemur til kasta heimspekinnar. Strandi um- ræða á ósamkomulagi um eitthvert atriði í heilsufræði eða hagfræði er oft hægt að fá úr því skorið með því að fletta upp í bók. Sé um heimspeki- legan vanda að ræða, t.d. ólíkan skilning á einhverju hugtaki, er yfirleitt ekki hægt að fletta lausninni upp. Það þarf þjálfun í heimspekilegri rök- ræðu til að finna upphaf og endi á hugtakalegum og röklegum ógöngum og rata gegnum þær. Þess vegna, og aðeins þess vegna, er meiri þörf á að kennarinn hafi þjálfun í heimspekilegri siðfræði heldur en t.d. hagfræði eða heilsufræði. Og burtséð frá þessari einu ástæðu á heimspekileg sið- fræði ekkert frekar tilkall til forystu í hagnýtri fræðslu um mannlífið en vísindaheimspekin til að drottna yfir kennslu í raungreinum og félags- vísindum. Eg held að við getum sæmilega við unað ef siðfræðikennsla í grunn- og framhaldsskólum kemst á það stig að nemendur þjálfist í að ræða um bókmenntaverk undir handleiðslu kennara sem kann ekki bara bók- menntafræði heldur líka siðfræði. Vissulega væri líka gott ef þeir sem kenna samfélagsgreinar, heilbrigðisfræði, trúarbragðafræði og fleiri fög hefðu lært einhverja siðfræði en við getum ekki fengið allt. En hvað um eiginlega kennslu í heimspekilegri siðfræði? Á hún erindi í skólana? Hún er þegar til sem valgrein við suma framhaldsskóla og ég efast um að hún eigi að verða neitt meira en það. Hrein heimspeki (greining á hugtökum o. þ. u. 1.) höfðar trúlega til fremur fárra nemenda. Umræða um bókmenntatexta með heimspekilegu ívafi og sígild heim- spekirit (eins og samræður Platons) á vafalaust miklu meiri hljómgrunn og sömuleiðis rökræður um siðferðileg og pólitísk álitamál sem hafa ein- hverja heimspekilega vídd. Hvort kennsla af þessu tagi er látin heita heimspeki eða bókmenntir skiptir ef til vill ekki öllu máli. Það sem skipt- ir máli er að hún á erindi við börn og unglinga og í núgildandi námskrám er hlutur hennar nær algerlega fyrir borð borinn. Eg geri ef til vill heldur minna úr mikilvægi hreinnar heimspekilegrar siðfræði en sumir höfundar en hér er trúlega um að ræða lítils háttar áherslumun fremur en djúpstæðan ágreining. Hins vegar held ég að Vil- hjálmur Árnason og Þorsteinn Gylfason gangi full langt þegar þeir segja að það sé „ekki hlutverk heimspekinga að boða lífsgildi" (Vilhjálmur bls. 166) og „heimspekileg siðfræði [geti] enga leiðsögn veitt í siðferðilegum efnum“ (Þorsteinn bls. 137). Þorsteinn byggir sitt álit á þeirri forsendu að heimspekileg siðfræði snúist um það eitt að réttlæta siðferðið, svara spurningunni hvers vegna ég ætti að leggja það á mig að breyta rétt þeg- ar rangindi koma sér betur fyrir mig. Að vísu má til sanns vegar færa að 83
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.