Hugur - 01.01.2002, Blaðsíða 10
Hugur
Logi Gunnarsson
ýmsar góðar ástæður til að efast um að skynsemin og siðferðið fari allt-
af saman. Eg nefni hér þrjár:
1) Langanir okkar geta stangast á við siðferðileg boð: Er skynsam-
legt að standa við loforð ef mig langar frekar að fara í bíó? Og er nokkurt
vit í því að vera trúr og tryggur vinum sínum ef það borgar sig að svíkja
þá?
2) Önnur ástæðan varðar ekki langanir sem slíkar, heldur muninn
á siðferðilegu mati og öðru mati, svo sem fagurfræðilegu mati. Hvers
vegna ætti ég að lifa ábyrgu lífi og sjá um börnin mín, ef slíkt líf er ekki
spennandi og gerir mér ómögulegt að sinna list minni? Það er til nóg af
frægum listamönnum sem virðast hafa fórnað siðferðinu á altari listar
sinnar.
3) Þriðja ástæðan til að efast um að siðferði og skynsemi fari alltaf
saman varðar ekki það hvernig ég eigi að hegða mér, heldur siðferðilega
gagnrýni mína á aðra. Við fellum oft siðferðilega dóma yfir öðrum.
Stundum fordæmum við meira að segja heilu samfélögin. Efasemdir
geta vaknað um að siðferðileg gagnrýni sé byggð á skynsamlegum
grunni, sérstaklega þegar hún beinist að öðrum samfélögum. Ef þessi
samfélög eru mjög ólík okkar samfélögum, er þá nokkur leið til að skera
með skynsamlegum hætti úr um það hver hefur rétt fyrir sér?
Það mætti nefna fleiri ástæður til að efast um að skynsemi og siðferði
fari alltaf saman. AUar þessar ástæður leiða til tvennra efasemda um
skynsemi siðferðisins: 1. Er það yfir höfuð skynsamlegt að vera siðlegur?
2. Getur skynsemin leyst siðferðilegan ágreining?
Það er vissulega mögulegt að svara fyrstu spurningunni játandi og
hinni síðari neitandi. Jákvætt svar við fyrstu spurningunni þýðir ein-
ungis að skynsamlegt sé að fallast á einhverjar siðareglur. En það má
hugsa sér margar ólíkar siðareglur sem stangast á hver við aðra. Og þá
vaknar sú spurning hvort mögulegt sé að ákvarða með skynsamlegum
hætti hvaða siðareglur beri að samþykkja og hverjum beri að hafna.
Þetta er seinni spurningin.
Ber að svara báðum þessum spurningum játandi? Það er ekki mark-
mið bókar minnar Making Moral Sense að gefa jákvætt eða neikvætt
svar. Viðfangsefni mitt í bókinni er ekki hvort svarið er jákvætt, heldur
hvernig mögulegt er að gefa jákvætt svar. Viðfangsefnið er m.ö.o. eftirfar-
andi spurning: Hvers konar röksemdafærsla er nauðsynleg til að sýna að
þessum spurningum beri að svara játandi?2
2 Sjá Making Moral Sense: Beyond Habermas and Gauthier (Cambridge Univer-
sity Press, 2000) bls. 3-5. (Titill þessarar bókar verður hér eftir skammstafaður
MMS', tilvísanir til blaðsíðna og kafla eru allar til þessarar bókar.) Eins og ég
8