Hugur - 01.01.2002, Page 16

Hugur - 01.01.2002, Page 16
Hugur Logi Gunnarsson Grunnhyggja afskræmir siðferðið og skynsemina Áður en ég sný mér að rökunum sem varða Habermas, langar mig að segja sögu sem varpar ljósi á skoðun mína um þetta efni. Þegar ég var á fyrsta eða öðru ári í heimspekinámi mínu við Háskóla íslands komu dönsk hjón til landsins til að halda hér fyrirlestra. Konan hélt fyrri fyrirlesturinn sem fjallaði um vinnu hennar með fórnarlömb- um pyntinga. Hún sýndi myndir af líkamlegum áverkum þeirra og lýsti sálarlegum þjáningum þeirra og hversu erfitt það væri að losna nokkurn tíma við sálarlegu sárin. Eiginmaður hennar hélt síðari fyrirlesturinn. Þetta var heimspekileg- ur fyrirlestur um það hvers vegna pyntingar væru óréttlætanlegar. Mér fannst þá - og mér finnst það enn - að seinni fyrirlesturinn hafi verið með öllu óþarfur. Allt sem er rangt við pyntingar blasti við í fyrri fyrir- lestrinum; það þurfti engan heimspeking til að grafast fyrir um rökin gegn pyntingum. Ástæður til að vera á móti pyntingum lágu þegar á yf- irborðinu í ljósmyndum hennar og lýsingum. Og það sem meira er: Fyr- irlestur heimspekingsins var ekki einungis óþarfur; með því að leita að þessum ástæðum annars staðar en á yfirborðinu, missti hann algjörlega sjónar á þeim ástæðum sem lágu í augum uppi. Þær voru einfaldlega hunsaðar eins og þær hefðu í mesta lagi tilfinningaleg áhrif á okkur, en væru ekki raunverulegar ástæður. Öfugt við það sem danski heimspek- ingurinn virðist hafa talið, felst að mínum dómi hlutverk heimspeking- ins hér ekki í því að grafast fyrir um dýpri ástæður, heldur í því að sýna að ástæðurnar sem blasa við okkur á yfirborðinu eru góðar og gildar.18 Ég skrifaði Making Moral Sense til að sýna fram á nákvæmlega þetta; ekki meira, ekki minna. Snúum okkur nú aftur að Habermas. Ég er tilbúinn til að fallast á að Habermas hafi rétt fyrir sér um að skynsamleg samræða skuldbindi sið- leysingjann til að pynta ekki samræðufélaga sína. Það sem ég vil sýna fram á er að það sé afskræming á siðferðinu að gera ráð fyrir að þá að- eins megi fordæma pyntingar ef fordæmingu má réttlæta á forsiðferði- legum forsendum. Ég tek pyntingar sem dæmi hér því að það er óumdeilanlegt að þær ber að fordæma: Fórnarlambið verður fyrir óumræðanlegum líkamlegum og tilfinningalegum sársauka, það er niðurlægt og auðmýkt, pínt til að svíkja vini sína og þar með dæmt til að hafa sektarkennd og martraðir allt sitt líf - og líkami þess er meðhöndlaður sem hver annar hlutur.19 18 Ég segi hér frá skoðunum Danans eftir minni. 19 Vegna spurningar sem Gunnar Karlsson spurði eftir fyrirlesturinn, er rétt að 14
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.