Hugur - 01.01.2002, Blaðsíða 16
Hugur
Logi Gunnarsson
Grunnhyggja afskræmir siðferðið og skynsemina
Áður en ég sný mér að rökunum sem varða Habermas, langar mig að
segja sögu sem varpar ljósi á skoðun mína um þetta efni.
Þegar ég var á fyrsta eða öðru ári í heimspekinámi mínu við Háskóla
íslands komu dönsk hjón til landsins til að halda hér fyrirlestra. Konan
hélt fyrri fyrirlesturinn sem fjallaði um vinnu hennar með fórnarlömb-
um pyntinga. Hún sýndi myndir af líkamlegum áverkum þeirra og lýsti
sálarlegum þjáningum þeirra og hversu erfitt það væri að losna nokkurn
tíma við sálarlegu sárin.
Eiginmaður hennar hélt síðari fyrirlesturinn. Þetta var heimspekileg-
ur fyrirlestur um það hvers vegna pyntingar væru óréttlætanlegar. Mér
fannst þá - og mér finnst það enn - að seinni fyrirlesturinn hafi verið
með öllu óþarfur. Allt sem er rangt við pyntingar blasti við í fyrri fyrir-
lestrinum; það þurfti engan heimspeking til að grafast fyrir um rökin
gegn pyntingum. Ástæður til að vera á móti pyntingum lágu þegar á yf-
irborðinu í ljósmyndum hennar og lýsingum. Og það sem meira er: Fyr-
irlestur heimspekingsins var ekki einungis óþarfur; með því að leita að
þessum ástæðum annars staðar en á yfirborðinu, missti hann algjörlega
sjónar á þeim ástæðum sem lágu í augum uppi. Þær voru einfaldlega
hunsaðar eins og þær hefðu í mesta lagi tilfinningaleg áhrif á okkur, en
væru ekki raunverulegar ástæður. Öfugt við það sem danski heimspek-
ingurinn virðist hafa talið, felst að mínum dómi hlutverk heimspeking-
ins hér ekki í því að grafast fyrir um dýpri ástæður, heldur í því að sýna
að ástæðurnar sem blasa við okkur á yfirborðinu eru góðar og gildar.18
Ég skrifaði Making Moral Sense til að sýna fram á nákvæmlega þetta;
ekki meira, ekki minna.
Snúum okkur nú aftur að Habermas. Ég er tilbúinn til að fallast á að
Habermas hafi rétt fyrir sér um að skynsamleg samræða skuldbindi sið-
leysingjann til að pynta ekki samræðufélaga sína. Það sem ég vil sýna
fram á er að það sé afskræming á siðferðinu að gera ráð fyrir að þá að-
eins megi fordæma pyntingar ef fordæmingu má réttlæta á forsiðferði-
legum forsendum.
Ég tek pyntingar sem dæmi hér því að það er óumdeilanlegt að þær ber
að fordæma: Fórnarlambið verður fyrir óumræðanlegum líkamlegum og
tilfinningalegum sársauka, það er niðurlægt og auðmýkt, pínt til að
svíkja vini sína og þar með dæmt til að hafa sektarkennd og martraðir
allt sitt líf - og líkami þess er meðhöndlaður sem hver annar hlutur.19
18 Ég segi hér frá skoðunum Danans eftir minni.
19 Vegna spurningar sem Gunnar Karlsson spurði eftir fyrirlesturinn, er rétt að
14