Hugur - 01.01.2002, Page 121
Ritfregnir
Hugur
ar eftir franska menningarfræðinginn og heimspekinginn Jean Baudrill-
ard. I inngangi Geirs Svanssonar er gerð stuttlega grein fyrir ævi og við-
fangsefnum Baudrillards ásamt því að nokkuð af hinum sérstöku hug-
tökum sem Baudrillard beitir eru útskýrð.
7. Hjálmar Sveinsson, Irma Erlingsdóttir, ritstj.: Framtíð lýðræðis á
tímum hnattvæðingar. Ýmsir þýðendur. Reykjavík: Bjartur-Reykja-
víkurakademían, 2000. 119 bls.
Þetta ijórða rit í ritröðinni Atvik er safn þýðinga um hnattvæðingu og
lýðræði eftir átta af fremstu stjórnmálafræðingum og -heimspekingum
samtímans. Bókin hefur að geyma ritgerðir eftir Alain Tourrain, Avishai
Margalit, Claus Offe, David Held, Francis Fukuyama, Jean-Marie Gué-
henno, Ulrich Beck og Zygmunt Bauman.
8. Aristóteles: Frumspekin 1. Þýð. Svavar Hrafn Svavarsson. Reykja-
vík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2000. 112 bls.
Maðurinn sækist eðli sínu samkvæmt eftir þekkingu, segir Aristóteles
í upphaíi Frumspekinnar. Hann gerir síðan grein fyrir og metur viðhorf
Platons og annarra fyrirrennara sinna til spurninga um eðli og gerð
veruleikans og mótar sína eigin kenningu, sem segja má að hafí lagt
grunn að umræðu sem sett hefur mark sitt á gervalla vestræna heim-
speki allt fram á þennan dag.
9. Denis Diderot: Frændi Rameaus. Þýð. Friðrik Rafnsson. Reykjavík:
Hið íslenska bókmenntafélag, 2000. 203 bls.
Ritið er eins konar heimspekiskáldsaga í samtalsformi. Það er al-
mennt talið eitt af meistaraverkum 18. aldar bókmennta í Frakklandi og
fjallar um tvo menn, heimspeking og fátækan furðufugl, sem taka tal
saman um þjóðfélagslegt réttlæti, menntun og uppeldi, mun snilligáfu og
vitfirringar, borgaralegt siðferði og hræsni, ásamt mörgu öðru sem Did-
erot var hugleikið.
10. Richard P. Feynman: Ljósið. Þýð. Hjörtur H. Jónsson. Reykjavík: Hið
íslenska bókmenntafélag, 2000. 252 bls.
í bók sinni um ljósið lýsir Feynman nákvæmlega og ítarlega skammta-
fræði ljóss án þess þó að nota nokkra formúlu eða torskilin hugtök, enda
er Feynman annálaður fyrir skemmtilegan og skýran ritstíl.
11. Helgi Hálfdánarson: Helgakver. Með inngangi eftir Einar Sigur-
björnsson. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2000. 194 bls.
Bók þessi er endurprentun ritsins Kristilegur barnalærdómur eftir lút-
119