Hugur - 01.01.2002, Síða 45

Hugur - 01.01.2002, Síða 45
Merking og sannleikur Hugur augljóst að setningarnar muni ekki vera samhljóma á þennan hátt. En þegar kemur að setningum um tilgang, ástæður, trú eða fegurð þá vit- um við naumast hvar á að byrja. Aðra leið til að skilgreina hlutlægar upplýsingar má finna í raun- hyggju í þekkingarfræði. Við tilgreinum hvaða áhrif það gæti haft á mögulega reynslu ef setning er sönn eða ósönn og þar með höfum við sagt allt sem máli skiptir um merkingu setningarinnar. Hér höfum við sannreynslukenninguna um merkingu þótt orðalagið komi í stórum dráttum frá C.S. Peirce. Þessi kenning leggur merkingu eða staðhæfingu setningar að jöfnu við þær upplýsingar sem hún lætur í té, hins vegar er það fylki möguleika sem máli skiptir heild mögulegrar sundurgerðar og samlagningar ólíks áreitis á skynfærin. Sumir þekkingarfræðingar flokka þessa möguleika með hliðsjón af sjálfskoðun á skyngögnum (e. sense data). Aðrir og meira náttúrulega þenkjandi þekkingarfræðingar líta til örvunar taugafruma; þær taugafrumur sem eru örvaðar eru sam- bærilegar við svarta punkta í tvítóna mynd. En hvora leiðina sem við fórum þá lendir hugmyndin um staðhæfingar eða reynslumerkingu í ógöngum. Vandræðin byrja eins og við munum sjá, þegar farið er að deila vitnisburði skynfæranna niður á tilteknar setningar. Að tilgreina reynslumerkingu Hugsum okkur að niðurstaða tilraunar stangist á við viðtekna kenningu í einhverri grein raunvísinda. Kenningin er safn ólíkra tilgátna, eða þannig má að minnsta kosti líta á hana. Tilraunin sýnir ekki meira en að allavega ein af þessum tilgátum er röng, hún sýnir ekki hvaða tilgáta það er. Það er einungis kenningin í heild sem verður studd eða hrakin með athugun eða tilraun, ekki einstaka tilgátur. Hversu víðtæk er vísindakenning? Engin grein vísindanna er alger- lega einangruð frá öllum öðrum. Hversu ólíkar sem vísindagreinar kunna að vera má búast við að báðar styðjist við rökfræði og stærðfræði auk ýmissa hversdagslegra hugmynda um hreyfingu hluta. Sú hugmynd að gögn eða vitnisburður miðist alltaf við heildarkerfi vísindanna, hversu losaralegt sem það kann að vera, er vissulega langsótt en hún er ekki fráleit. Gögn sem stangast á við tiltekið kerfi eru ekki gögn gegn einni setningu frekar en annarri heldur má bregðast við þeim með því að breyta ólíkum hlutum kerfisins. Hér er rétt að huga að einni mikilvægri undantekningu: Athugun er vissulega vitnisburður sem styður setningu sem lýsir athuguninni sjálfri °g gegn setningu sem segir til um hið gagnstæða. En jafnvel hér getur 43
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.