Hugur - 01.01.2002, Qupperneq 114

Hugur - 01.01.2002, Qupperneq 114
Hugur Jón Ólafsson hugmyndafræðileg, oft siðferðileg, stundum fjandsamleg vísindunum.7 Vísindarannsóknir verða á hinn bóginn stöðugt markaðsvæddari með þeim vandamálum sem slíku fylgja. Það er ekki lengur svo að íyrirtæki hagnýti sér rannsóknir háskólanna heldur eru jafnvel grunnrannsóknir stundaðar innan fyrirtækjanna og þar með hefur hefðbundin verka- skipting akademíu og atvinnulífs verið lögð niður. Þetta gerir tilrauna- vísindin enn viðkvæmari fyrir þjóðfélagslegri gagnrýni, því að blöndun vísindalegra viðhorfa og viðskiptalegra hagsmuna skapar erfiðar flækjur. Er nauðsynlegt eða gagnlegt að tengja menningarheildir raunvísinda og hugvísinda, skapa sameiginlegan skilning þeirra? Það er engan veg- in víst að svo sé. Áfram má spyrja: Gagnlegt fyrir hvern? Gagnlegt í hvaða skilningi? Svörin við þessum spurningum fara að mestu leyti eft- ir því hvort menn sjá bilið á milli raunvísinda og hugvísinda sem ginn- ungagap á milli vísindahyggju annarsvegar, róttækrar afstæðishyggju og vísindafélagshyggju (e. social constructionism) hinsvegar. Einnig eft- ir því hvernig munurinn á þessum ólíku viðhorfum er skilgreindur. Er vísindafélagshyggja nauðsynlega andstæð vísindum, er hún andvísinda- leg eða er hægt að hugsa sér einhverja gerð vísindafélagshyggju sem hægt er að samrýma nútímalegum skilningi á vísindum? Ritgerðasafnið The One Culture fjallar um ágreininginn sem einkenn- ir vísinda- og fræðasamræðu nútímans í greinum eftir 15 höfunda. Höf- undarnir eru allir á þeirri skoðun að einhverskonar friðarsamningar eða að minnsta kosti friðarnálgun sé öllum til hagsbóta og vísindunum í heild til framdráttar. En á hinn bóginn sýna greinarnar svo ekki verður um villst hvílíkur munur er á orðræðu og grundvallarviðhorfi þessara tveggja heima. Greinar, sem í heftinu standa hlið, við hlið taka gerólíka afstöðu ekki aðeins til vísinda og vísindarannsókna í heild sinni heldur einnig til þess í hverju sameiginlegur skilningur eða sátt á milli hugvís- inda og raunvísinda geti falist. Sumir þeirra vísindamanna sem eiga greinar í safninu færa rök fyrir því að nákvæmni og samkvæmni nútímavísinda megi telja rök gegn vís- indafélagshyggju, það er gegn þeirri skoðun að hinn náttúrlegi veruleiki 7 Það er dálítið varasamt að alhæfa með þessum hætti um viðhorf eða skoðanir þeirra sem stunda vísindagagnrýni. Hinsvegar er mikilvægt að gera greinarmun á því annarsvegar að telja vísindin í eðli sínu hættuleg, að vísindagagnrýni hafi það hlutverk að koma í veg fyrir að vísindin glepji og afvegaleiði; hinsvegar að gagnrýna „þekkingariðnað“ á þeim forsendum að viðskiptahagsmunir leiði vís- indin á villigötur. Dæmi um fyrri gagnrýnina má finna í greinum þeirra Torfa Tulinius (Kynlíf, gen og kapítalismi) og Sigríðar Þorgeirsdóttur (Erfðir og atlæti) í Tímariti Máls og menningar, 60, 4, 1999.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.