Hlín - 01.01.1931, Síða 33
títin
31
eskja var á heimilinu nema smábörn, það elsta reynd-
ar 8 ára; húii varð svo að liggja með fylgjuna nokkra
klukkutíma og bíða þess að maður hennar kæmi með
ljósmóðurina.
Sem betur fer er þetta líklega nær því eins dæmi, en
hitt er ekki mjög fágætt í sveitum, að barnið sje fætt,
áður en Ijósan kemur til konunnar, og er það eðlileg
afleiðing af því, hve ljósmæðraumdæmin eru stór um
sig og þar af leiðandi seinlegt að ná í ljósmóður. Betra
er þó seint en aldrei, að ljósan komi til konunnar, því
venjulega er fylgjan ókomin og stundum eru þá ægi-
legar ástæður móðurinnar. Ljósan á því talsvert er-
indi til hennar, þó barnið sje fætt. Hún nær venjulega
fylgjunni, gerir konunni til góða eftir föngum og laug-
ar barnið.
En þá er sængurlegan eftir, og hún hefur orðið
margri sveitakonunni erfið. Oftast hefur ljósmóðirin
yfirgefið konuna eftir einn eða tvo daga, og verður þá
sængurkonan að komast af með þá hjálp, sem heimilið
getur veitt henni, hún er einstaka sinnum nægileg, en
sjaldgæft mun það vera. Oftast er enginn á heimilinu,
sem hefur nægilegan tíma nje þekkingu til að hlynna
vel að sængurkonunni. Þar við bætist það, að mörg
sængurkonan hefur sjálf orðið að taka við að passa
nýfædda barnið, þegar ljósan fór, þó það væri ekki
nema eins eða tveggja daga gamalt.
Mjer er spurn: Hvernig geta þessar sængurkonur
hlýtt þeim boðum læknanna að setjast ekki upp fyrr
en á 7. degi og liggja á bakið hreyfingarlitlar í 5 daga
eftir fæðinguna?
Sem betur fer eru margar konur svo hraustar, að
þær komast til fullrar heilsu þrátt fyrir. þetta að-
hlynningarleysi, en flestum þeirra líður samt sem áður
illa, þær eru þreyttar og þróttlitlar eftir fæðinguna,
jafnvel þótt hún hafi gengið sæmilega vel. Þær eru því