Hlín - 01.01.1931, Qupperneq 35
tilin SS
springa í sængurlegunni, og það er mjög mikils virði
fyrir hverja konu. Sprittið er ef til vill ekki nauðsyn-
legt, bara að vatnið og handklæðið sje vel hreint, sáp-
an ekki sterk og vandlega þvegið upp úr hrukkum
vartanna, svo ekkert klístur innan úr brjóstinu nái að
safnast þar og harðna.
Já, konurnar geta sjálfar komið í veg fyrir það, að
þær fái ilt í geirvörturnar, og þær geta líka um með-
göngutímann gert nokkuð um það hvernig fæðingin
gengur, með því að leggja á sig hóflega áreýnslu. Dag-
leg hreyfing, einkum úti við, er mjög holl, en kyrsetur
inni í bæ eru óhollar og geta haft slæm áhrif á fæðing-
una. Flestar sveitakonur hafa einmitt þessa hollu á-
reynslu um meðgöngutímann, vinnuþörfin knýr þær
áfram, þó þær sjeu talsvert lasnar. Og vinnan styrkir
líkama þeirra, ef hún er ekki altof ströng. En þegar
konan hefur alið bamið, þá er hún búin að reyna svo
afskaplega mikið á sig, að henni er nauðsynlegt að fá
góða hvíld, hvíld ekki aðeins í nokkra klukkutíma held-
ur í marga daga, stundum jafnvel í margar vikur.
En hvernig gengur nú og hefur gengið með þessa
góðu hvíld? Hversu margar eru ekki þær konur, sem
fara á mis við hana og verða svo í vikur og mánuði að
þola ýmsan lasleika fyrir vöntun á henni og góðri að-
hlynningu á sænginni? Og hver veit hve margar kon-
ur verða til dauðadags að þola alvarlegan heilsubrest
fyrir þá sök, að þær nutu ekki nægrar hvíldar, nær-
gætni og góðrar hjúkrunar á sænginni.
Hvað veldur því nú, hve fáar konur í sveitum fs-
lands njóta hinnar nauðsynlegu hvíldar og hjúkrunar
sængurlegutímann? Jeg álít að það sje aðallega sá
gamli, ljóti vani að láta þær eiga sig sjálfar. Það eru
ekki margir áratugir síðan, að það þótti sjálfsagt, og
kveifarskapur ef út af var brugðið, að þær klæddust
3