Hlín - 01.01.1931, Qupperneq 46
44 Hlín
að öllum, sem um hafa beðið, bæði efni og áhöld þau,
er að vefnaði lúta, þar að auki hefur fólk úr ýmsum
sveitum landsins fengið margskonar upplýsingar og
leiðbeinihgar, bæði með símtölum og brjefaskriftum.
Reykjavík 17. mars 1931.
Guörún Pjetursdóttir, p. t. formaður.
Laufabrauð.
Eftir Jóhannes Friðlaugsson frá Fjalli.
Listsaga.vor íslendinga er óskrifuð; en það mætti
ekki dragast fram úr þessu. Hvert ár sem líður getur
valdið því, að eitthvað falli í gleymsku, eða erfitt verði
að fá fulla lýsingu af því. Getur verið, að sumum virð-
ist ekki þörf á því, 'að listsaga vor verði rituð, vegna
þess, hvað hún sé fátæk og einhliða. Það kann satt áð
vera, að hún sje ekki eins fjölskrúðug sem listsaga
sumra stærri menningarþjóða. En það er spá min, að
þegar það efni verður rannsakað til hlítar, muni koma
í ljós, að listhneigð og listfengi • þjóðarinnar á liðnum
öldum sje meiri en margan grunar. Og jafnframt að
margt sje þar, sem ekki megi falla í gleymsku og þess
er vert, að því sje gaumur gefinn og haldið við. —
í þessum fáu línum skal reynt að lýsa einni list, sem
alþýða íslands hefur stundað og haldið við öldum sam-
an, þótt hún sje nú að hverfa á ýmsum heimilum. Það
er laufabrauösgerðin.
Hér í Þingeyjarþingi og víða á Norðurlandi hefir
það verið siður að búa til lauafbrauð fyrir jólin. Ann-
arstaðar á. landinu mun það ekki hafa verið venja að
gjöra það, nema þá á stöku heimilum, þar sem Norð-
lendingar hafa ráðið húsum, því kunnugt er mjer um
það, að þeir hafa haldið við þéssum fallega sið þótt
þeir hafi ílutst í aðra landsfjórðunga. Mig brestur