Hlín - 01.01.1931, Qupperneq 49
tíUn
47
helst lítinn. Kemur það fyrir, að þeir hnífar eru
geymdir ár frá ári og ekki notaðir til annars — laufa-
brauðshnífar. — En venjulega eru notaðir algengir
vasahnífar og eru þeir vel hvesstir áður.
Þegar eg var barn, var mér sagt, að áður fyr hefði
oft verið notuð laufabrauðsjárn við skurðinn. En aldrei
hefi jeg sjeð þau. Voru þau búin til úr þunnu járni og
beygð þannig, að þegar þeim var þrýst niður á kökurrv-
ar skáru þau laufin á þær. Var miklu fljótara að nota
þau, og eins hitt, að með þessu uvðu öll laufin jafn stór
og skurðurinn þar af leiðandi fallegri. Jafnframt þarf
hver maður lítið skurðarborð og eru oft notaðir til
þess kolluhlemmar eða þá litlir hlerar, sem búnir eru
til aðeins til þeirrar notkunar.
Þegar skurðarmaður hefur fengið hníf og hlemm,
tekur hann eina köku og leggur hana á hlemminn og
sest svo niður og hefur hlemminn á hné sínu, eða lætur
hann liggja á borði. Er það betra, því að það er ekki
jafnmikil bakraun að skera við borð, eins og á hné
sínu.
Þá byrjar skurðurinn.
Til að fá beinai; skurðarlínur á kökunni er venja að
leggja hana saman og taka hana svo sundur aftur,
kemur þá fram bein lína (brot), þar sem kakan var
lögð saman. Getur maður á þennan hátt fengið svo
margar beinar línur yfir þvera kökuna, sem maður vill.
út frá þessum línum sker maður svo álmur laufanna
niður á við til beggja hliða og verður þá skurðarlínan
í odda laufanna. Ef brauðið er vel skurnað, má skera
kökurnar tvöfaldar, og er það miklu fljótlegra og lauf-
in geta orðið jafnari með því. En varla dugar það,
nema þegar skurðurinn er stór — stórkarlalegur eins
og gamla fólkið komst að orði. — Á smáum laufum
dugar það ekki svo vel sje, því að þá er hætt við, að
laufin 'verði ógreinileg og vilja festast saman. Enda