Hlín - 01.01.1931, Page 50
48
Hiín
munu fáir gera það, að skera tvöfalt, nema þá helst
þegar þeir eru að flýta sjer og mikið liggur á.
í sambandi við tvöfaldan skurð má nefna eina að-
ferð, sem þekkist, en er þó ekki algeng. Kakan er skor-
in tvöföld og síðan tekin í sundur, en laufin eru ekki
tekin upp eins og venja er, heldur látin liggja niðri og
kakan steikt þannig. Er þessi skurður nefndur »músa-
slóð«.
Þegar .búið er að skera laufin, brýtur maður upp
annaðhvort lauf, þannig, að farið er með hnífsoddinn
undir odda laufsins og það lagt saman niður á við
á kökunni og oddinn festur á næsta odda á því laufi,
sem ekki er brotið upp. Svona er haldið áfram eftir
allri línunni, þar til öll laufin eru búin. Hafi maður
ekki talið laufin, þegar skorið var, stendur stundum
á stöku, þegar línan er búin, og verður þá að bæta
við einu laufi.
Mjög er það mismunandi hvað menn eru listfengir
að skera. Enda þarf mikla nákvæmni og athygli að
hafa laufin alveg jöfn, og eins þarf handlagni við að
taka laufin upp, leggja þau tvöföld og festa oddana.
Best er að skera beinar línur, en vel má skera bogn-
ar línur, en meiri vandi er það. Þeir, sem eru góðir
skurðarmenn, leika sjer að því, að skera laufastafi,
t. d. fangamark allra á heimilinu, á kökumar, og jafn-
vel heil mannanöfn og eins orð, svo sem: »Gleðileg
jól«, »Góða nótt« o. s. frv. Sumir skera mynd af hús-
um, kirkjum o. fl. Fjölbreytnin getur í raun og veru
orðið óendanleg að kalla. Sami maður getur skorið
marga tugi af kökum og haft engar tvær eins.
Man jeg það, að þegar jeg var barn, skar einn á heim-
ilinu mynd af skilningstrjenu á eina kökuna og vafði
höggormurinn sig utan um trjeð með reistan haus og
gapandi gin. Kom kakan í minn hlut á jólunum og
)