Hlín - 01.01.1931, Síða 57
Hlin
55
sjálfstæði Indverja er að fá þjóðina til að hætta að
nota nokkur útlend efni til klæðnaðar. (í Indlandi búa
300 miljónir manna, svo hjer er ekki um neitt smá-
vægilegt atriði að ræða).
Hverju átti þjóðin að klæðast og hvað átti hún að
eta, ef hætt væri með öllu að nota innfluttar vörur frá
Evrópu? Gandhi var ekki í vandræðum með það. Hann
fór að berjast fyrir því um 1920, að hvert indverskt
heimili tæki upp aftur gamla heimilisiðnaðinn og færi
að stunda spuna á rokk og vefnað í heimahúsum.
Hann vissi vel, að margur hló að þeirri hugmynd.
En þá benti hann á, að saumnálin væri jafn gagnleg
enn, þó saumavjelin væri komin í not, og menn skrif-
uðu enn með hendinni og pennanum, þó ritvjelar væru
fundnar. Eins væri rokkurinn enn í fullu gildi, þó
spunavjelar og klæðaverksmiðjur væru reknar.
Það er hægur vandi að hlægja að umbótatillögum,
en það er oft örðugra að koma með önnur betri ráð.
Gandhi kom aldrei til hugar, að spuni á rokk gæfi. al-
menningi nóg til lífsframfæris, nema ef til vill þeim
allra fátækustu. En hann var ekki í vafa um, að þessi
heimavinna gæti orðið til mikilla búdrýginda, sjerstak-
lega í sveitunum á þeim tíma ársins, sem lítið væri að
gera. Þetta er h'ka lausn á vandræðamáli. Fjórir fimtu
hlutar af íbúum Indlands er sveitafólk og stundar mest
akuryrkju, en hefur fjóra mánuði af árinu ekkert að
gera, og tíundi hluti þjóðarinnar á venjulega ekki til
næsta máls. Allur fjöldi millistjettanna þjáist af fæðu-
skorti.
Indland framleiðir alla þá baðmull, sem það hefur
þörf fyrir, en af henni eru margar miljónir sekkja
fluttir út til Japan og Englands árlega, og svo flutt
inn aftur til Indlands sem vefnaðarvara. — Indland
þarf þessvegna umfram alt að breyta til á þessu sviði,
vinna úr þeim hráefnum, sem framleidd eru í landinu