Hlín - 01.01.1931, Page 64
62
Hlín
þegar dregin er út skúffan. f hliðarhólfunum eru
geymd skrifáhöldin: blekbytta, pappír, umslög o. fl.
Rennilokunum má renna inn þegar skúffan er dregin
út. Á miðlokinu er skrifað. Gamall og góður siður er
að láta samsvarandi bókaskáp standa ofan á dragkistu,
og er þetta þá orðin tilkomumikil og hentug hirsla.
Jeg vil beina því til trjesmiðanna, að þeir hafi það fyr-
ir ígripavinnu að smíða dragkistur af mismunandi
stærðum með þessu lagi, og mundu þær verða mjög
mikið keyptar til fermingargjafa og við fleiri tæki-
Reyrðir hálfsokkar úr eingirni.
Eftir beiðni minni skrifar Sólveig Rögnvaldsdóttir í
Fífilgerði um eingirnissokkana, reyrðu, sem jeg gerði
að umtalsefni í »Lögrjettu« og »Degi« í vetur og vildi
að gerð væri tilraun með sölu á innanlands í nokkuð
stórum stíl.
Sólveig hefur tætt og prjónað nokkur hundruð pör
af sokkum þessum og selt þá innanlands og utan. Sokk-
amir þykja fallegir, bæði að lit og áferð og ekki ólíkir
útlendum sokkum. Verðið er ekki fráfælandi, þeir hafa
verið seldir í smásölu á kr. 2.50. Margir eru hræddir
um, að sokkarnir sjeu haldlitlir af því að bandið er
einfalt, en raunin er önnur. Skilrík kona, sem hefur
notað sokkana handa bónda sínum í fleiri ár, segir þá
halda á við þrinnaða sokka, líkan vitnisburð fá þeir
frá fleirum, sém hafa notað þá. Ritstj.
I sokkana nota jeg góða, samfengna, hvíta ull og læt
kemba hana í vjelum upp með öllu saman, en sje hún
mjög gróf og togmikil, er betra að taka ofan af henni
stærsta togið. — Bandið er haft einfalt, og er mjög