Hlín - 01.01.1931, Page 65
63
tílín
þýðingarmikið að það sje jafnt og vel spunnið og hæfi-
lega snúðmikið. (Snúðurinn er hafður fremur lítill, til
þess að prjónið snúi ekki upp á sig). Jeg hef spunnið
bandið á rokk, en vel má vera að það megi takast að
spinna það í verksmiðjum, en lopar, sem við fáum til
heimilanna, eru ekki svo jafnir að þeir dugi í eingirni,
nema til rokkspuna. Best er að leggja tvo lopa saman
og spinna þá þannig, bandið verður sterkara, og það er
auðveldara að hafa það jafnt, því loparnir eru venju-
lega svo misjafnir og sjaldan nógu grófir til að spinna
þá einfalda.
Til . litunarinnar nota jeg Jacobuslit, svonefndan,
hefur mjer reynst hann vel, haldgóður og drjúgur. Það
er drýgra að nota dökka liti, svart, dökkgrænt og dökk-
brúnt. úr svörtu fæ jeg bæði bláa liti og gráa. — Jeg
nota aldrei salt í litinn, jafnvel þó þess sje getið í upp-
skriftinni, en sýru (jafnvel slátursýru) nota jeg altaf
dálítið, það dekkir og festir og dregur litinn vel úr, en
ekki má neitt ullarefni vera niðrí, þegar sýrunni er
bætt í. Jeg hef sokkana jafnan reyrða, og skal nú lýsa
nokkuð þeirri aðferð.
Bandið þarf að þvo vel ofan í litinn úr sóda og sápu
og skola mjög vel. Þegar búið er að þvo bandið, er
hespan látin ofan í án þess að reyrt sje utan um
hana. Þegar hún hefur soðið í 15 mínútur, er bundið
utan um hana á nokkrum stöðum. Eigi hún aðeins að
vera tvílit, er hæfilegt að gera það á 12—16 stöðum,
en ef hespan á að vera með þrem eða fleiri litum, er
best að binda ekki utan um hana nema á 4—8 stöðum
við fyrstu litun, en síðan bæta ræmum inn á milli við
hvern lit, sem hespan fær, þar til búið er að binda ut-
an um hana á 12—16 stöðum. Lit bætir maður að sjálf-
sögðu í smásaman, eftir því sem maður vill dekkja.
Sýður 15 mínútur í hvert sinn. Ekki þarf að skifta um
vatn við hverja litun, heldur bæta litnum út í sama